Samfélagsmiðlar

Þungur róður í innanlandsfluginu

Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Farþegum í innanlandsflugi hefur farið fækkandi í ár.

Hin nýja Dornier farþegavél sem Flugfélagið Ernir mun taka í notkun á næstunni. Flugfélagið hóf starfsemi árið 1970 og ennþá stjórnað af stofnendunum. 

„Rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarið sem rekja má meðal annars til hækkandi olíuverðs og annarra aðfanga sem háð eru gengi gjaldmiðla,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir. Nefnir hann sem dæmi varahluti, tryggingar og eins hefur launakostnaður farið hækkandi vegna launatengdra þátta. „Lítill launamunur er milli starfsmanna á stórum þotum og okkar 19 farþega flugvélum. Stærri félög á Íslandi hafa einnig sóst ríkulega eftir vel þjálfuðu flugfólki okkar undanfarin misseri sem valdið hefur félaginu verulegum kostnaði varðandi nýþjálfun flugmanna og flugvirkja,“ bætir Hörður við.

Í dag heldur Flugfélagið Ernir úti áætlunarflugi til fimm áfangastaða á landsbyggðinni auk Reykjavíkur. Til þess hefur félagið á að skipa fjórum 19 farþega flugvélum af Jetstream 31/32 gerð og á næstunni verður tekin í notkun Dornier 328 sem getur flogið með 32 farþega og mun hún sinna áætlunarflugi á leiðum félagsins. Hörður segir að bundnar séu vonir við að aukin sætafjöldi skili hagkvæmi á ákveðnum leiðum og möguleika félagsins til að bjóða hagstæðari fargjöld en hægt er nú. „Allt mun það þó fara eftir kaupum og kjörum og aðstæðum á okkar örmarkaði,“ bætir hann við. Auk þessa þá býður Ernir upp á leiguflug innanlands og sinnir sjúkraflug og þá aðallega til Svíþjóðar í tengslum við líffæraskipti.

Umsvifamesta fyrirtækið í innanlandsfluginu er Air Iceland Connect sem er hluti af Icelandair Group. Og það hefur endurtekið komið fram í máli forsvarsmanna fyrirtækisins að rekstur Air Iceland Connect er krefjandi þessi misserin. Staðan flugfélaganna tveggja sem gera út frá Reykjavíkurflugvelli er því erfið en á sama tíma hefur umræða um há flugfargjöld innanlands verið hávær.

Í fyrrasumar skipaði samgönguáðherra starfshóp til að kanna mögulegar leiðir til að niðurgreiða innanlandsflug fyrir þá sem búa fjarri höfuðborginni líkt og gert hefur verið í Skotlandi. Njáll Trausti Friðbertsson, formaður hópsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í viðtali við RÚV í haust að gert væri ráð fyrir lokaskýrslu um málið fyrir jól. Verði hin svokallaða Skoska leið farin þá gerir Njáll Trausti ráð fyrir að það tæki einhver ár að innleiða fyrirkomulagið. Hörður, forstjóri Ernis, segir í svari til Túrista, að ekki liggi fyrir hvaða áhrif Skoska leiðin muni hafa á sjálfa flugstarfsemina en segist binda vonir við að það náist samlegðaráhrif sem verði öllum til hagbóta.

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …