Verð á bílaleigubílum í Orlandó og Tampa hefur hækkað aðeins í krónum talið

Það er kostar meira að bóka sér bílaleigubíl í Flórída í dag en í lok sumars. Munurinn skrifast þó aðallega á veikingu krónunnar.

orlando skilti 860
Mynd: Ferðamálaráð Orlando

Það er varla annað hægt en að hafa bíl til umráða þegar ferðast er um Flórídaskagann. Og það má því gera ráð fyrir því að allir þeir Íslendingar sem leggja leið sína þangað í vetur sæki sér bílaleigubíl við komuna til Orlando eða Tampa. Til beggja þessara borga er nefnilega flogið beint héðan frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair flýgur til þeirrar síðarnefndu og bæði íslensku félögin til Orlando.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá kostaði 8 daga leiga á bílaleigubíl í Orlandó og í Tampa í febrúar næstkomandi aðeins minna í verðkönnun Túrista þann 4. september sl. en hann kostar í dag. Munurinn er hins vegar lítill og aðallega á lækkandi gengi krónu en ekki hækkun á verðskrá bílaleiganna vestanhafs.

Sem fyrr er leitarvél bókunarfyrirtækis Rentalcars nýtt í verðsamanburðinn en hún finnur oft hagstæðari verð en þau sem bjóðast ef farið er beint til bílaleigufyrirtækjanna.