Samfélagsmiðlar

WOW á eigin fótum um mánaðamót

Það er ekki útlit fyrir að sá tímarammi sem forstjórar Icelandair og WOW air höfðu gefið sér í að ganga frá kaupunum gangi eftir.

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group voru stöðvuð í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Opnað var á ný í hádeginu eftir að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að ljóst væri að ýmsir fyrirvarar í kaupsamningi þess á WOW air yrðu ólíklega uppfylltir fyrir hlutahafafund sem fram fer á föstudagsmorgun. Á þeim fundi er ætlunin að hluthafar Icelandair Group greiði atkvæði um yfirtökuna á WOW og er samþykki þeirra einn af fyrirvörum kaupsamningsins sem kynntur var 5. nóvember síðastliðinn.

Kaupin á WOW eru líka háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í viðtali við Kastljós RÚV, daginn eftir að kaupin voru tilkynnt, að best væri ef niðurstaða eftirlitsins yrði birt fyrir mánaðamót. „Það er óheppilegt að reka fyrirtæki í óvissu,” sagði Bogi en ítrekaði að í kaupsamningnum væri ekki skilyrði um að niðurstaða Samkeppniseftirlitisins lægi fyrir í lok nóvember. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær von er á úrskurði Samkeppniseftirlitisins en líkt og Túristi greindi frá fyrir helgi þá bíður eftirlitið nú álits erlendra flugfélaga á kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut.

Í fyrrnefndu viðtali við Kastljós var Bogi jafnframt spurður hvað myndi gerast ef WOW air yrði ógjaldfært í lok þessa mánaðar. Svar forstjórans var á þá leið að það væri hlutverk Samgöngustofu að grípa inn í og hafa eftirlit með rekstrarhæfi flugrekenda. Túristi hefur óskað eftir upplýsingum frá Samgöngustofu um hvort eftirlit með WOW sé með sérstökum hætti þessa dagana eða ekki.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í bréfi til starfsmanna, daginn sem kaupin voru opinberuð, að hann gerði ráð fyrir að kaupferlið tæki rúmar þrjár vikur. Nú stefnir hins vegar í að óvissunni verði ekki létt fyrir mánaðamót og því ljóst að WOW air verður sjálft að standa undir launagreiðslum og öðrum kostnaði nú um mánaðamót.

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …