26 milljónir fóru í siglingu

Vinsældir skemmtiferðaskipa aukast hratt en þessi ferðamáti er töluvert verri fyrir umhverfið er flugið.

faxafloahafnir Filippus Johannsson Rotterdam
MYND: FAXAFLÓAHAFNIR / FILIPPUS JOHANNSSON

Fjöldi þeirra skemmtiferðaskipa sem leggjast að bryggju hér á landi hefur aukist verulega síðustu ár. Í ár komu hátt í 150 þúsund farþegar siglandi til Reykjavík og skipakomurnar voru þá um fjórðungi fleiri en í fyrra.

Og Ísland er langt frá því eina landið sem tekur á móti sífellt fleiri ferðamönnum sem koma sjóleiðina. Í fyrra ferðuðust nefnilega 26 milljónir farþega með skemmtiferðaskiptum og hefur fjöldinn tvöfaldast frá árinu 2009 samkvæmt frétt Svenska dagbladet.

Þar kemur líka fram að losun gróðurhúsalofttegunda er þrefalt meiri á hvern farþega í skemmtiferðaskipi en þá sem flúga á milli landa.