4 þúsund krónur fyrir flug til Vínarborgar

Nú eru tveir mánuðir í að áætlunarflug Wizz Air frá höfuðborg Austurríkis hefjist. Fargjöldin er ennþá mjög lá.

vin2
Frá Vínarborg. Mynd: Ferðamálaráð Vínarborgar

Um leið og lausu sætunum í farrýminu fækkar þeim dýrari verða þau óseldu. Þetta er alla vega almenna reglan og ef hún er í hávegum höfð við verðlagningu á nýju Íslandsflugi Wizz Air frá Vínarborg þá er ljóst að lausu sætin eru mörg í fyrstu brottfarirnar. Núna kostar nefnilega miði í jómfrúarferðina, þann 16. febrúar, aðeins um 30 evrur sem jafngildir tæpum 4.200 krónum.  Ódýrustu miðarnir í næstu tvær ferðir eru jafn ódýrir.

Fargjöldin hækka svo jafnt og þétt eftir það og þau ódýrustu í sumar eru á um 90 evrur eða um 12.500 krónur. Á þeim árstíma er einnig hægt að fljúga héðan til Vínarborgar með Austrian Holidays en um er að ræða næturflug frá Íslandi. Flugtímarnir hjá Wizz air eru heldur ekki þeir vinsælustu því þotan fer í loftið frá Vínarborg rétt rúmlega sex að morgni. Þægilegast er því að fljúga með Wizz air frá Íslandi en heim með Austrian. Það er þó dýrara að skipta fluginu svona upp en á móti kemur að ferðalagið verður einfaldara.

Hafa ber í huga að hjá Wizz air þarf að borga aukalega fyrir hefðbundinn handfarangur eða kaupa dýrara fargjald með aukinni farangursheimild. Þeir sem ferðast létt geta engu að síður komist ódýrt til Vínarborgar á næsta ári með Wizz air.