Ásdís tekur við af Guðjóni

Guðjón Arngrímsson hefur látið af störfum hjá Icelandair. Í hans stað kemur Ásdís Ýr Pétursdóttir.

Mynd: Icelandair

Guðjón Arn­gríms­son sem verið hefur talsmaður Icelanda­ir alla þessa öld sagði starfi sínu lausu í haust og lætur nú af störfum. Við starfi hans tekur Ásdís Ýr Pétursdóttir.

Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að Ásdís hafi yfir 15 ára reynslu á sviði samskipta- og kynningarmála. Lengst af fyrir Bakkavör Group og Actavis en undanfarin misseri hefur hún sinnt ráðgjöf. Ásdís er með BA próf í almannatengslum.