Samfélagsmiðlar

Bogi Nils Bogason verður forstjóri Icelandair

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.

„Þegar Björgólfur Jóhannsson lét af störfum hóf stjórn félagsins samstundis faglegt ferli við leit að eftirmanni hans. Capacent á Íslandi og alþjóðlega ráðningarfyrirtækið Spencer Stuart aðstoðuðu við leitina. Það kom skýrt fram í þessu ferli hversu virt og þekkt vörumerki Icelandair er um allan heim og ánægjulegt að finna þann áhuga sem margir mjög hæfir einstaklingar, bæði íslenskir og erlendir, sýndu starfinu. Það var afdráttarlaus niðurstaða stjórnar að Bogi Nils sé hæfasti einstaklingurinn í starfið. Hann gjörþekkir fyrirtækið, hefur skýra framtíðarsýn og er vel til þess fallinn að stýra því til móts við nýja tíma,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, í tilkynningu.

„Það er mér mikill heiður að hafa verið beðinn um að leiða þann frábæra hóp starfsmanna sem starfar hjá Icelandair Group. Við erum stolt af þeim sessi sem við skipum í hugum landsmanna og viljum standa undir því trausti sem okkur hefur verið sýnt í gegnum árin. Framundan eru bæði spennandi og krefjandi tímar fyrir félagið, sem kalla á skýra framtíðarsýn og hagkvæman rekstur. Icelandair Group hefur styrkar stoðir sem byggt verður á til sóknar á næstu misserum,“ segir Bogi Nils Bogason, nýráðinn forstjóri.

Bogi Nils gegndi stöðu framkvæmdastjóra fjármála Icelandair Group frá október 2008. Áður var hann framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar Capital 2007 til 2008 og framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group 2004 til 2006. Hann var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á árunum 1993 til 2004.

Bogi Nils er fæddur árið 1969 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Hann er kvæntur Björk Unnarsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …