Ferðametið fallið enn á ný

Þriðja árið í röð er ferðagleði Íslendinga meiri en árið á undan.

flug danist soh
Mynd: Danish Soh / Unsplash

Farmiðar út í heim hafa verið óvenju ódýrir síðustu misseri sem endurspeglast til að mynda í versandi stöðu Icelandair og WOW air. Annað árið í röð stefnir nefnilega í milljarða tap hjá WOW og Icelandair verður ólíklega réttum megin við núllið þegar árið verður gert upp. Dagskrá ferðaskrifstofanna hefur líka verið óvenju fjölbreytt og fjöldi erlendra flugfélaga hefur ekki áður verið eins mikill. Á sama tíma hefur gengi krónunnar verið sterkt og aðstæður til ferðalaga út í heim hafa því verið hagfelldar.

ÍÞetta hafa Íslendingar nýtt sér eins og í fyrra fór fjöldi þeirri Íslendinga sem flaug út í heim frá Keflavíkurflugvelli í fyrsta sinni yfir 600 þúsund farþega markið. Og reyndar gott betur því fjöldinn náði rúmlega 618 farþegum. Svo margir voru farþegarnir svo orðnir um síðustu mánaðamót og því ekkert sem kemur í veg fyrir að nýtt met verði sett í ár.