Samfélagsmiðlar

Fimm flott fríhafnarviskí

Sérfræðingar Viskíhornsins hafa lagt mat sitt á vískíið sem fáanlegt er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og þessi fimm fá bestu meðmælin.

Það er óhætt að fullyrða að stór hluti íslenskra farþegar á Keflavíkurflugvelli kaupinn tollinn sinn við komuna til landsins. Og að sögn Jakobs Jónssonar, viskífræðings og ritstjóra Viskíhornsins, þá er úrvalið af vískí í Fríhöfninni betra nú en nokkru sinni fyrr. Og þessi fimm hér að neðan eru þau sem Vískíhornið mælir sérstaklega með þegar horft er til verðs og gæða.

Flóki – Ísland

„Byrjum á að kitla þjóðerniskenndina örlítið og skoða fyrsta, íslenska viskíið, Flóka. Nýverið kom út fyrsti einmöltungurinn (e. single malt) en hingað til hafa eingöngu verið til ungmölt (e. young malt), en ungmalt er ,,viskí” sem hefur ekki náð þriggja ára þroska í eikartunnum, heldur einungis nokkurra mánaða, Í viskíbransanum þarf áfengið almennt að hafa náð þriggja ára þroskun hið minnsta, og það eingöngu í eikartunnum til að mega vera kallað viskí.
Hafandi það í huga að Flóki er barnungur þá er það framúrskarandi vel heppnað. Fram kemur mjög mikil vanilla og hefur Flóki drukkið í sig geysimikið magn af eikinni á þessum tiltölulega stutta tíma. Viskí er oftast þroskað í endurunnum tunnum (búrbon er undantekning) og þess má geta að Eimverk, framleiðandi Flóka, svo að segja bjó til sínar eigin endurunnu tunnur en einmöltungurinn er þroskaður í tunnum sem áður innihéldu ungmaltið frá Eimverki.
Þarna hefur gríðarlega vel tekist til enda afar vel vandað til verks í Garðabænum.
Auk vanillunnar kemur fram negull, kanill, anís, greipaldin, örlítil karamella og áberandi keimur af íslensku byggi og fjallajurtum.“

Nikka – Japan

„Annað viskí sem má mæla með er frá hinni japönsku verksmiðju Nikka, sem er annar tveggja viskírisa þaðan, en hinn, og sá ögn betur þekkti er Suntory.
Nikka Coffey Grain (algengur misskilningur er að þetta komi kaffidrykknum eitthvað við, en glöggir sjá að ,,Coffey” er ekki ritað á sama hátt. Viskíið er eimað í síeimara sem er nefndur eftir þeim írska herramanni sem fann upp þá tækni, Aeneas Coffey).

Þetta viskí er ekki maltviskí, það er ekki unnið úr byggi heldur mestmegnis úr korni/maís og úr síeimara eins og áður er nefnt en ekki potteimara eins og einmöltungar eru eimaðir í. Síeimarinn framleiðir vanalega léttara viskí, sumir segja grófara réttilega, en í þessu tilviki stendur kornviskíið einmöltungum síst að baki. Það er enginn aldur tilgreindur en þetta er á bilinu 8-12 ára og er afskaplega létt, frískandi, mikill ávöxtur og minnir örlítið á búrbonviskí, sem er einmitt einnig framleitt úr korni. Það er ekki eins sætt og búrbon, það er mildara, heilmikill vanillukeimur og krydd sem minnir á kanil.
Nikka Coffey Grain er í fríhöfninni á 7990 krónur, sem er nokkuð gott verð en þess ber að geta að það fæst eingöngu í 70 sentilítra flöskum, en ekki 1000cl. eins og vaninn er í fríhöfnum.“

Ardbeg Uigeadail – Skotland

„Fyrir reykháfana er Ardbeg Uigeadail fáanlegt í flugstöð Leifs Eiríksonar á frekar sanngjörnu verði eða 8990 íslenskar krónur, en aftur er það eingöngu í 70 cl. flöskum.
Ardbeg Uigeadail (Uigeadail þýðir ,,drunga- og dularfullt” á galísku) er af náttúrulegum styrkleika eða 54.2% og að hluta til þroskað í sérrítunnum sem gefur aukna dýpt og sætu sem dansar vel í takt við reykinn sem einkennir Ardbeg. Stórbrotið viskí sem allir unnendur reyktra viskía ættu að kynna sér.“

Aultmore – Skotland

„Fyrir þá sem eru hallir undir léttari og ferskari viskí á borð við Glenfiddich, þá er Aultmore vissulega eitthvað sem er þess virði að kynna sér.
Það hefur ekki verið mikið um einmöltunga frá þeim á markaði undanfarin ár enda fer megnið af framleiðslunni í Dewar’s blöndunginn en hann er eitt mest selda blandaða viskí heimsins í dag sem og undanfarin ár. Nýverið kom út 12 ára einmöltungur og sá hefur aldeilis slegið í gegn, enda framúrskarandi viskí. Létt, ferskt, mikil vanilla, kryddað, með undursamlegan keim af rjómakaffi og karamellu.
Fæst í fríhöfnum á afar hófsömu verði eða 7699 krónur fyrir lítrann.“

Glenfarclas 18 – Skotland

„Glenfarclas er viskí sem ætti að falla vel í kramið hjá þeim sem eru fyrir þyngri viskí úr sérrítunnum.
Glenfarclas er frá Speyhéraði og er að miklu leyti þroskað í gömlum sérrítunnum sem gefa aukna dýpt. Mikill keimur af rúsínum, karamellu, vel þroskuðum plómum og hnetum auk mikillar vanillu úr eikinni eftir öll þessi 18 ár.
Pottþétt fyrir þá sem eru fyrir viskí á borð við Macallan og fæst í Fríhöfninni á einungis 9990 krónur líterinn sem er gjafverð fyrir viskí af þessu kalíberi.“

Túristi mælir með heimsókn yfir á Vískihornið fyrir áhugafólk um góða drykki.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …