Fleiri ánægðir með bílaleigur en flugfélög og hótel

Bandarískir neytendur hafa aldrei áður gefið bílaleigum þar í landi jafn háa einkunn.

Mynd: Chris Lawton / Unsplash

Að leigja sér bíl er sá hluti ferðalagsins um Bandaríkjunum sem flestir heimamenn eru ánægðir með. Þetta sýna niðurstöður nýrrar ánægjuvogar bandaríska rannsóknarfyrirtækisins J.D. Power þar sem hátt í 13 þúsund þátttakendur voru beðnir um að gefa bílaleigum, flugfélögum og gististöðum einkunn.

Bílaleigunnar komu best út og hefur sá flokkur aldrei fengið eins háa meðaleinkunn í þessari árlegu könnun. Talsmaður J.D. Power rekur árangurinn ekki aðeins til leiguverðsins, sem hefur haldist lágt, heldur líka aukinnar ánægju með ökutækin og þjónustuna.

Fimmta árið í röð er það bílaleigufyrirtækið Enterprise sem fær hæstu einkunn af bílaleigunum í könnuninni og þar á eftir koma Hertz og National.