Hús eða hótel í Toskana á Ítalíu

Nýjung fyrir þá sem hyggja á Ítalíureisu á næsta ári.

Frá Castelfalfi Resort Myndir: GB ferðir
Kynning

GB-ferðir bjóða nú fjögurra og fimm stjörnu orlofshús og hótel í Castelfalfi Resort í Toskana á Ítalíu. Á svæðinu er fjölbreytt afþreying og aðstaðan mjög hugguleg. Þarna er 27 holu golfvöllur, heilsulind, inni- og útisundlaug og boðið er upp á veiði, hjólreiðar og göngur. Níu veitingastaðir eru á svæðinu og hægt að sækja matreiðslunámskeið og fara í vínsmökkun í tengslum við vínræktina sem er þarna líka. Eins má njóta afraksturs ólívuræktarinnar sem finna má skammt frá.

Þeir sem bóka fyrir lok janúar fá 40% afslátt af gistingunni. Lægsta verðið er 148 evrur á herbergi með morgunverði á hinu fjögurra stjörnu hóteli LA TABACCAIA.

Farþegarnir sjá sjálfir um flugið en næstu flugvellir við Castelfalfi Resort eru í Pisa og Flóres sem eru í klukkustundar akstursfjarlægð. Einnig flýgur Icelandair beint til Mílano frá 25.maí en þaðan er 4 klst akstur til Castelfalfi.

Kíktu á heimasíðu GB-ferða til að fá nánari upplýsingar