Mest lesnu ferðagreinar ársins

Þessar tíu greinar lásu lesendur Túrista oftast í ár.

Allt frá því að Túristi hóf göngu sína sumarið 2009 þá hefur lesturinn aukist ár frá ári og 2018 var þar engin undantekning. Í ár voru heimsóknirnar um 600 þúsund talsins og síðunni var flétt nærri þrisvar sinnum í hverri heimsókn. Þetta er umtalsverð viðbót frá því í fyrra og vafalítið hefur ókyrrðin í kringum flugfélögin haft þar töluvert að segja og eins sú mikla ferðagleði sem nú ríkir meðal Íslendinga.

Áskrifendur að fréttabréfi Túrist hefur líka fjölgað í ár og eru þær núna rétt tæplega 10 þúsund. Enski hluti síðunnar hefur líka fengið töluverða athygli og erlendir fjölmiðlar hafa nýtt sér efni hans óspart í ár.

Þessar tíu greinar eru þó þær sem flestir lásu í ár.

  1. Til þessara borga geturðu flogið í sumar
  2. Bestu ódýru hótelin í Kaupmannahöfn
  3. 18 þúsund fyrir helgarflug til Rómar
  4. Þotunum skilað strax í dag
  5. 10 spurningar um snúna stöðu Icelandair og WOW sem er ósvarað
  6. Keyra hálftómar rútur frá Keflavíkurflugvelli
  7. Flugvélamaturinn er sjaldnast ókeypis
  8. Fýluferð utanríkisráðherra á vegum WOW air
  9. Flugfélögin segja upp fólki
  10. Gjörólík tösku- og sætisgjöld

Túristi þakkar lesendum sínum fyrir samfylgdina í ár og óskar öllum góðrar ferðar á því næsta.