Samfélagsmiðlar

Skúli gæti orðið meirihlutaeigandi að nafninu til

Ef hinn bandaríski Bill Franke fer sömu leið með WOW og Wizz air þá mun hann halda um stjórnartaumana jafnvel þó hann verði ekki beint með meirihluta í flugfélaginu.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW.

Viðræður um fjárfestingu Indigo Partners í WOW air ganga vel. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu sem samningsaðilar sendu frá sér seinnipartinn í dag. Þar segir að Bill Franke, stjórnandi Indigo Partners, hafi varið síðustu tveimur dögum hér á landi ásamt starfsmönnum sínum til að kynna sér rekstur WOW. Fram kemur að báðir aðilar vilji ganga frá samningi sem fyrst. „Áður en hægt er að ljúka samningum þarf að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðarkerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur félagsins,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ekki fást nánari upplýsingar frá WOW um hvaða vafaatriði þarf að útkljá varðandi leiðakerfi WOW air. Er ætlunin að draga úr ferðum þannig að leiðarkerfið verði sambærilega umsvifamikið og það var á þeim árum sem reksturinn skilaði hagnaði? Eða er ætlunin að leiðakerfi WOW verði aðlagað að flugáætlunum Wizz air og Frontier en Indigo Partners á stóran hlut í báðum flugfélögum? Gera má ráð fyrir að verulegur samdráttur í flugáætlun og flugflota muni hafa í för með sér uppsagnir.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi, WOW haldi meirihluta í félaginu eða ekki. Íslensk lög gera þó kröfu um að eignarhluti erlendra aðila í íslensku flugfélagi megi ekki vera meira en 49 prósent. Þessar reglur gilda einnig á EES-svæðingu og þær þekkir Bill Franke, stjórnandi Indigo Partners, mætavel eftir að hafa fjárfest í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz Air.

Franke er reyndar sagður hafa fundið leið framhjá þessum Evrópureglum. Í frétt The Times, sem birt var árið 2015, er því líst hvernig meginhluti eignar Indigo Partners í Wizz air hafi verið í gegnum eignarhald á breytanlegum skulda- og hlutabréfum. Þar með hafi beinn og óbeinn hlutur bandaríska fjárfestingafélagsins í Wizz air numið allt að 66 prósentum. Hlutdeild Indigo Partners í hefðbundnu hlutafé var þó aðeins um fimmtungur. Þar með var Indigo Partners langt undir hámarki Evrópusambandins.

Ef Franke fer sömu leið með WOW gæti hann látið líta út fyrir að það væri Skúli Mogensen sem fari með meirihluta í flugfélaginu en það yrði þá bara að nafninu til. Íslensk stjórnvöld gætu, líkt og Evrópuráðið gerði, tekið þessa skiptingu hlutafjár til skoðunar. Í viðtali við The Times benti hins vegar József Váradi, forstjóri og stofnandi Wizz Air, á að breytanlegu bréfunum fylgi enginn atkvæðisréttur og þar með fari Indigo Partners ekki með meirihluta atkvæða í Wizz Air. „Við höfum útskýrt þetta fyrir Evrópuráðinu mörgum sinnum. Samsetningin hjá okkur hefur verið skoðuð og fengið samþykki. Þetta er skothelt,“ sagði Váradi.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …