Samfélagsmiðlar

Skúli gæti orðið meirihlutaeigandi að nafninu til

Ef hinn bandaríski Bill Franke fer sömu leið með WOW og Wizz air þá mun hann halda um stjórnartaumana jafnvel þó hann verði ekki beint með meirihluta í flugfélaginu.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW.

Viðræður um fjárfestingu Indigo Partners í WOW air ganga vel. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu sem samningsaðilar sendu frá sér seinnipartinn í dag. Þar segir að Bill Franke, stjórnandi Indigo Partners, hafi varið síðustu tveimur dögum hér á landi ásamt starfsmönnum sínum til að kynna sér rekstur WOW. Fram kemur að báðir aðilar vilji ganga frá samningi sem fyrst. „Áður en hægt er að ljúka samningum þarf að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðarkerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur félagsins,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ekki fást nánari upplýsingar frá WOW um hvaða vafaatriði þarf að útkljá varðandi leiðakerfi WOW air. Er ætlunin að draga úr ferðum þannig að leiðarkerfið verði sambærilega umsvifamikið og það var á þeim árum sem reksturinn skilaði hagnaði? Eða er ætlunin að leiðakerfi WOW verði aðlagað að flugáætlunum Wizz air og Frontier en Indigo Partners á stóran hlut í báðum flugfélögum? Gera má ráð fyrir að verulegur samdráttur í flugáætlun og flugflota muni hafa í för með sér uppsagnir.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi, WOW haldi meirihluta í félaginu eða ekki. Íslensk lög gera þó kröfu um að eignarhluti erlendra aðila í íslensku flugfélagi megi ekki vera meira en 49 prósent. Þessar reglur gilda einnig á EES-svæðingu og þær þekkir Bill Franke, stjórnandi Indigo Partners, mætavel eftir að hafa fjárfest í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz Air.

Franke er reyndar sagður hafa fundið leið framhjá þessum Evrópureglum. Í frétt The Times, sem birt var árið 2015, er því líst hvernig meginhluti eignar Indigo Partners í Wizz air hafi verið í gegnum eignarhald á breytanlegum skulda- og hlutabréfum. Þar með hafi beinn og óbeinn hlutur bandaríska fjárfestingafélagsins í Wizz air numið allt að 66 prósentum. Hlutdeild Indigo Partners í hefðbundnu hlutafé var þó aðeins um fimmtungur. Þar með var Indigo Partners langt undir hámarki Evrópusambandins.

Ef Franke fer sömu leið með WOW gæti hann látið líta út fyrir að það væri Skúli Mogensen sem fari með meirihluta í flugfélaginu en það yrði þá bara að nafninu til. Íslensk stjórnvöld gætu, líkt og Evrópuráðið gerði, tekið þessa skiptingu hlutafjár til skoðunar. Í viðtali við The Times benti hins vegar József Váradi, forstjóri og stofnandi Wizz Air, á að breytanlegu bréfunum fylgi enginn atkvæðisréttur og þar með fari Indigo Partners ekki með meirihluta atkvæða í Wizz Air. „Við höfum útskýrt þetta fyrir Evrópuráðinu mörgum sinnum. Samsetningin hjá okkur hefur verið skoðuð og fengið samþykki. Þetta er skothelt,“ sagði Váradi.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …