Samfélagsmiðlar

Skúli gæti orðið meirihlutaeigandi að nafninu til

Ef hinn bandaríski Bill Franke fer sömu leið með WOW og Wizz air þá mun hann halda um stjórnartaumana jafnvel þó hann verði ekki beint með meirihluta í flugfélaginu.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW.

Viðræður um fjárfestingu Indigo Partners í WOW air ganga vel. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu sem samningsaðilar sendu frá sér seinnipartinn í dag. Þar segir að Bill Franke, stjórnandi Indigo Partners, hafi varið síðustu tveimur dögum hér á landi ásamt starfsmönnum sínum til að kynna sér rekstur WOW. Fram kemur að báðir aðilar vilji ganga frá samningi sem fyrst. „Áður en hægt er að ljúka samningum þarf að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðarkerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur félagsins,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ekki fást nánari upplýsingar frá WOW um hvaða vafaatriði þarf að útkljá varðandi leiðakerfi WOW air. Er ætlunin að draga úr ferðum þannig að leiðarkerfið verði sambærilega umsvifamikið og það var á þeim árum sem reksturinn skilaði hagnaði? Eða er ætlunin að leiðakerfi WOW verði aðlagað að flugáætlunum Wizz air og Frontier en Indigo Partners á stóran hlut í báðum flugfélögum? Gera má ráð fyrir að verulegur samdráttur í flugáætlun og flugflota muni hafa í för með sér uppsagnir.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi, WOW haldi meirihluta í félaginu eða ekki. Íslensk lög gera þó kröfu um að eignarhluti erlendra aðila í íslensku flugfélagi megi ekki vera meira en 49 prósent. Þessar reglur gilda einnig á EES-svæðingu og þær þekkir Bill Franke, stjórnandi Indigo Partners, mætavel eftir að hafa fjárfest í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz Air.

Franke er reyndar sagður hafa fundið leið framhjá þessum Evrópureglum. Í frétt The Times, sem birt var árið 2015, er því líst hvernig meginhluti eignar Indigo Partners í Wizz air hafi verið í gegnum eignarhald á breytanlegum skulda- og hlutabréfum. Þar með hafi beinn og óbeinn hlutur bandaríska fjárfestingafélagsins í Wizz air numið allt að 66 prósentum. Hlutdeild Indigo Partners í hefðbundnu hlutafé var þó aðeins um fimmtungur. Þar með var Indigo Partners langt undir hámarki Evrópusambandins.

Ef Franke fer sömu leið með WOW gæti hann látið líta út fyrir að það væri Skúli Mogensen sem fari með meirihluta í flugfélaginu en það yrði þá bara að nafninu til. Íslensk stjórnvöld gætu, líkt og Evrópuráðið gerði, tekið þessa skiptingu hlutafjár til skoðunar. Í viðtali við The Times benti hins vegar József Váradi, forstjóri og stofnandi Wizz Air, á að breytanlegu bréfunum fylgi enginn atkvæðisréttur og þar með fari Indigo Partners ekki með meirihluta atkvæða í Wizz Air. „Við höfum útskýrt þetta fyrir Evrópuráðinu mörgum sinnum. Samsetningin hjá okkur hefur verið skoðuð og fengið samþykki. Þetta er skothelt,“ sagði Váradi.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …