Samfélagsmiðlar

Skúli segist „klára sig“

Forstjóri og eigandi WOW air segir nauðsynlegt að taka eitt skref aftur á bak til að koma félaginu á rétta kjöl.

wow skuli airbus

„Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli Mogensen.

Uppsagnirnar sem WOW tilkynnti um í dag ná til 111 fastráðinna starfsamanna og tvö hundruð verktaka og fólks með tímabundna samninga. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir í samtali við Túrista að það sé ömurlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða en augljóslega væri hann ekki að þessu nema til að koma félaginu á réttan kjöl. Aðspurður hvort félagið geti staðið á eigin fótum fram að áramótum og út fyrsta ársfjórðung næsta árs þá svarar Skúli því játandi. „Ég klára mig,” bætir hann við.

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna uppsagna og fækkunar í flugflota nemi mörg hundruð milljónum króna. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í dag kemur þó fram að félagið vinni að sölu á fjórum flugvélum sem geti skilað því tekjum upp á um 1,2 milljarð króna (10 milljónir dollar). Þar með batni lausafjárstaða félagsins. Skúli vill þó ekki leggja mat á hvort stór hluti upphæðarinnar fari einfaldlega í boðaða endurskipulagningu. „Eins og fram hefur komið í tengslum við viðræður okkar við Indigo þá settu þeir nokkur skilyrði og við erum að vinna í því að uppfylla þau. Þessar uppsagnir eru liður í því og annað skilyrði er að losa okkur við flugvélar og þeirri vinnu miðar vel áfram og við erum samstíga Indigo í þessu. Við erum með þessu að fara í upprunalega búning félagsins. Því miður fórum við af þeirri vegferð og það er að reynast okkur mjög dýrkeypt lexía.”

Það var síðla árs 2016 sem WOW hóf flug til Kaliforníu með breiðþotum af gerðinni Airbus 330. Skúli dregur ekki dul á að með þessari viðbót í flugflotann hafi reksturinn orðið flóknari. „Við fórum of geyst og ég tek það á sjálfan mig því ég var óþolinmóður að komast lengra. Það er erfitt að fylla breiðþotur og flækjustigið í rekstrinum verður miklu meira. Það er góð ástæða fyrir því að lággjaldaflugfélög eru með einsleitna flota. Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli og bætir því við að afkoman í ár sé langt undir væntingum. Hann segir þó margt hafa tekist vel hjá WOW sem hann telur vera leiðandi í lággjaldaflugi yfir hafið og bendir á að reksturinn hafi skilað mjög góðr niðurstöðu fyrr en flesta grunaði.

Það er engum blöðum um það að fletta að skuldabréfaútboð WOW air í haust hefur gert félaginu erfitt fyrir í leit að nýjum fjárfestum. Skúli vill þó ekkert gefa upp um hvort eigendur bréfanna þurfi að afskrifa stóran hluta af virði bréfanna. Hann segir vinnu við lausn á málinu vera í gangi líkt og muni koma fram í formlegu bréfi til skuldabréfaeigenda sem birt verður opinberlega.

Þriðja málið úrlausnarefnið sem forsvarsmenn Indigo og WOW air vinna að er leiðakerfi WOW. Og það er ljóst miðað við niðurskurð í flugflota að félagið hættir flugi til Kaliforníu og Indlands þar sem breiðþoturnar detta úr flotta WOW. Skúli vill þó ekki segja til um hvort nýtt leiðakerfi hafi í för með sér tíðar ferðir til færri áfangastaða eða færri ferðir til margra borga.

 

Nýtt efni

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …