Samfélagsmiðlar

Vægi íslenskra ferðamenn eykst á spænskum sólarströndum

Forstjóri Úrval-Útsýnar á von á áframhaldandi ferðagleði Íslendinga á næsta ári.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, ver áramótunum í Alicante. „Hér er dásamlegt að vera á þessum tíma árs og veðrið eins og á góðum degi í júlí heima á Íslandi.”

„Það gekk vel í ár og ég á von á því að 2019 verði svipað eða jafnvel betra. Landinn mun halda áfram að sækja í sól og ferðast um heiminn,” segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýnar. Ferðaskrifstofan er ein sú stærsta hér á landi og nýtur því góðs af mikilli ferðagleði Íslendinga. Árið í ár verður nefnilega metár þegar kemur að fjölda íslenskra farþega í Leifsstöð.

Það eru þó ekki bara innlendar ferðaskrifstofur sem finna fyrir hinni miklu útrás Íslendinga því vægi okkar í ferðamannaflórunni á Spáni hefur aukist í ár. Það skrifast þó einnig á fækkun ferðamanna frá nágrannalöndunum. „Hið heita sumar í Evrópu hefur dregið úr sólarlandaferðum Skandinava og Breta á sama tíma og íslensku ferðafólki hefur fjölga umtalsvert á Spáni. Þessi þróun hefur því styrkt samningstöðu íslenskra ferðaskrifstofa á hótelum við vinsælar sænskar sólarstrendur.”

Þórunn dregur þó ekki dul á að sviptingar í flugsamgöngum hafi sett strik í reikninginn síðustu mánuði. Í byrjun október varð Primera air gjaldþrota en flugfélagið var stórtækt í sólarlandaflugi fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Staða WOW air er svo ennþá óljós og segir Þórunn að Úrval-Útsýn hafi af þessum sökum samið við Icelandair um flug til sólarlanda á næsta ári, til að mynda til Tenerife , Almería Las Palmas og Alicante. „Við erum sérstaklega ánægð með þjónustu Icelandair sem við treystum til að fljúga með okkar farþega í sólina á næsta ári.“

Þó áfram skipuleggi stór hluti ferðafólks sín frí sjálf á netinu á segir Þórunn það færast í vöxt á ný að fólk bóki flug og hótel í gegnum ferðaskrifstofur. „Það fylgir því öryggi og þægindi að bóka ferðalagið í gegnum ferðaskrifstofu eins og okkar. Sérstaklega í samanburði við margar af þeim erlendu ferðaskrifstofum sem koma efst upp í leitarvélum.“

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …