Samfélagsmiðlar

10 fjölmennustu þjóðirnar í hópi ferðamanna hér á landi

Það hafa orðið töluverðar breytingar á listanum yfir þær þjóðir sem sækja mest í Íslandsferðir.

Ferðamenn við Seljalandsfoss.

Samtals fóru fóru rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í fyrra sem er viðbót um rúmlega 100 þúsund farþega frá því árið 2017. Hlutfallslega nemur aukningin um 5 af hundraði samkvæmt því sem fram kemur í tölum Ferðamálastofu sem birtar voru í gær. Þær byggja á talningu Isavia við vopnaleitina í Leifsstöð og þar með eru allir farþegar með erlend vegabréf taldir. Líka þeir sem aðeins hafa millilent hér en þurft að innrita sig í tengiflug, svokallaðir sjálftengifarþegar, en einnig útlendingar búsettir hér á landi.

Skekkjan sem þessir hópar valda í talningunni var fyrst könnuð í hittifyrra eftir að Túristi vakti á henni athygli. Í ljós kom að skekkjan var allt að 14 prósent í þeim mælingum sem Isavia gerði í kjölfarið. Engar þess háttar kannanir hafa verið birtar síðustu misseri en samkvæmt landamærakönnun Ferðamálastofu þá var hlutfall farþega í Leifsstöð, sem gistir ekki á landinu, á bilinu 1,1 til 4 prósent eftir mánuðum í fyrra. Vægi erlenda  ríkisborgara, sem búsettir eru á Íslandi, liggur þó ekki fyrir. Það hlutfall var allt að 4,7 prósent í könnunum Isavia í fyrra.

Það eru þó vísbendingar um að útlendingar búsettir á Íslandi hafi ferðast sífellt meira líkt og Íslendingar sjálfir gera. Þannig eru Pólverjar núna sjötta fjölmennasta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi samkvæmt talningunni. Pólverjar hafa ekki áður verið svona ofarlega á blaði eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Hér á landi búa um 17 þúsund pólskir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað hratt í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Þegar þessir íbúar landsins ferðast frá Keflavíkurflugvelli eru þeir taldir sem erlendir ferðamenn.

Á sama tíma hefur flugumferð milli Póllands og Íslands stóraukist með tilkomu Wizz air sem nú flýgur hingað frá 5 pólskum borgum. Sú mikla breyting hefur vafalítið orðið til þess að fleiri Pólverjar heimsækja landið sem ferðamenn. Pólskum hótelnóttum hefur þannig fjölgað síðustu ár en þær eru engu að síður mjög fáar á hvern Pólverja sem hingað kemur eða um 0,2. Pólverjar eru því í 23. sæti þegar litið er til þeirra þjóða sem bóka hér flestar hótelnætur. Að jafnaði kaupa hinar þjóðirnar á topp tíu listanum að jafnaði 1,9 hótelnótt á hvern ferðamann. Pólsku ferðamennirnir gætu sótt í heimagistingu í meira mæli en aðrar þjóðir.

Kanadamenn hafa líka nokkra sérstöðu á listanum yfir hótelnætur á hvern ferðamenn. Bóka þeir að jafnaði tæpa eina nótt á mann en samkvæmt fyrrnefndri landamærakönnun Ferðamálastofu, sem framkvæmd er á Keflavíkurflugvelli, þá segjast 4,3 prósent svarenda frá Norður-Ameríku að þeir hafi ekki gist hér á landi. Það er hærra hlutfall en þekkist frá öðrum heimsálfum og ein skýring á því kann að vera sú staðreynd að framboð á Íslandsflugi er óvenju mikið frá Kanada. Alla vega í samanburði við fjölda ferða til flestra annarra Evrópuríkja og Leifsstöð er því heppileg skiptistöð fyrir íbúa Kanada á leið til og frá Evrópu.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …