Flórens & Toskana í byrjun júní

Bændaferðir efna til ferðalags um fallegan hluta Ítalíu.

Mynd: Bændaferðir
Kynning

Borgin Flórens, eða La Bella eins og hún er oft nefnd, er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu. Suðræna Toskana héraðið, pálmum prýdd Versilíaströndin og töfrandi klettaströndin Cinque Terre heilla okkur líka í þessari spennandi ferð Bændaferða. Hún hefst í Mílanó á Ítalíu, þaðan sem við ökum um gróðursæl héruð yfir til Flórens, höfuðborgar Toskanahéraðs. Í Flórens upplifum við skemmtilega daga á meðan við fræðumst um sögu, listir og mannlíf borgarinnar.

Þessi menningarborg er einstök og hreint ótrúlegt að slíkur fjöldi listaverka sé varðveittur á einum og sama staðnum. Verk listamanna á borð við Leonardo da Vinci og Michelangelo, auk svo margra annarra, gæða borgina slíkum töfrum að enginn fer héðan ósnortinn. Af svo ótalmörgu er að taka og mælum við sérstaklega með heimsókn á Galleria deglia Uffezi listasafnið sem er engu líkt. Úr menningunni í Flórens ökum við eftir Versilíaströndinni þar sem töfrandi listamannabærinn Pietrasanta bíður okkar. Fleiri áhugaverðir staðir verða á leið okkar því við munum heimsækja San Gimignano, borg hinna þúsund turna, og sigla með Cinque Terre ströndinni með viðkomu í Porto Venere, Monterosso og Riomaggiore. Ferðin endar svo í heimsborginni Mílanó sem engan svíkur.

Verð á mann í tvíbýli 219.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 39.900 kr.

Innifalið
8 daga ferð.
Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
Morgunverður allan tíman á hótelum.
Fjórir kvöldverðir.
Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
Íslensk fararstjórn.

Kíktu á heimasíðu Bændaferða til að fá frekari upplýsingar