Dulúð Indlands

Dagana 21. mars - 1. apríl fer hópur á vegum Bændaferða um Indland.

Mynd: Bændaferðir
Kynning

Í þessari ævintýraferð Bændaferða upplifa ferðalangar undur Indlands, skoða tignarlegar hallir, sigla á hinu helga fljóti Ganges og kynnast broti af menningu þessa fjölmennasta lýðræðisríki heims.

Þjóðin á sér langa og merka sögu með dulda og framandi menningararfleifð, sérstaka siði og trúarvenjur. Fjölskrúðugar frásagnir hindúatrúarinnar og búddismans heilla ekki síður en konungshallir og glæsibyggingar hinna fyrrum voldugu mógúla. Ferð okkar hefst í Delí þar sem við skoðum m.a. forsetahöllina, þinghúsið og Indlandshliðið.

Í Jaipur ríðum við á fílum upp að Amber Fort kastalanum og skoðum Hawa Mahal eða höll vindanna og njótum andstæðna gamla og nýja tímans. Komum til Agra og skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi og heimsækjum hina fornu, yfirgefnu sandsteinsborg, Fatehpur Sikri. Síðast en ekki síst förum við til einnar elstu borgar heims, Varanasi, borgarinnar eilífu sem er pílagrímaborg og helgasti staður hindú. Ferðinni lýkur í Delí og þar verður Gamla Delí skoðuð og upplifum við m.a. ævintýralegan markað.

Kíktu á heimasíðu Bændaferðatil að fá nánari upplýsingar og til að bóka ferðina.