Samfélagsmiðlar

Eigandi skuldabréfa í WOW flytur fjármagn úr landi

Það styttist í úrslitastund hjá WOW air þar sem fresturinn til að samþykkja skilmálabreytingar skuldabréfa rennur út í næstu viku. Einn stærsti eigandi skuldabréf í félaginu hefur síðustu daga verið að koma fé úr landi.

Eftir átta daga rennur úr frestur þeirra sem keyptu skuldabréf í WOW air í haust til að fallast á breytta skil­mála­ bréfanna. Þessar breytingar fela meðal annars í sér afsal á mögulegum eignarhlut í félaginu og afléttingu á veðum. Hverjir það eru sem eiga skuldabréf í WOW air liggur ekki fyrir en Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, gaf út að hann hafi keypt bréf fyrir 5,5 milljónir evra. Sjóðir á vegum Gamma munu hafa fjárfest fyrir 2 milljónir evra og heimildir Fréttablaðsins hermdu að bandaríska fjárfestingafyrirtækið Eaton Vance hafi keypt fyrir 10 milljónir evra. ­­Samtals voru gefin út skuldabréf fyrir á bilinu 50 til 60 milljónir evra eða allt að rúmum 8 milljörðum króna.

Eaton Vancen var í sumar, samkvæmt úttekt Fréttablaðsins, umsvifa­­mesti erlendi fjár­­­fest­ir­inn hér á landi og í hópi tutt­ugu stærstu hlut­hafa í fjöl­­mörgum skráðum félög­­um. Forsvarsmenn bandaríska sjóðsins munu þó vera allt annað en ánægðir með fjárfestingu sína í skuldabréfum WOW air og hvernig stjórnendur flugfélagsins stóðu að upplýsingagjöf í aðdraganda útboðsins. Staða WOW hafi verið verri en gefið var út og til marks um það hafi WOW leitað á náðir Icelandair aðeins 6 vikum eftir að útboði lauk.

Fulltrúar Eaton Vance létu óánægju sína með allt ferlið skýrt í ljós á fundi skuldabréfaeigenda nýverið samkvæmt heimildum Túrista og munu þeir vera að kanna réttarstöðu sína vegna málsins. Kjarninn sagði svo frá því í gær að sala Eaton Vance á íslenskum skulda-  og verðbréfum væri megin ástæða þess að Seðlabankinn hefur síðustu daga þurft að vinna gegn veik­ingu krón­unnar með gjaldeyriskaupum.

Samkvæmt skilmálum skuldabréfa WOW er aðeins hægt að gera breytingar á þeim ef samþykki fæst hjá eigendum að tveimur þriðju hluta útgáfunnar. Eaton Vance situr á allt að fimmtungi bréfanna og afstaða forsvarsfólks sjóðsins til skilmálabreytinganna hefur því mikið að segja. Þessi skertu réttindi eigenda skuldabréfanna eru svo forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air. Það er því mikið í húfi.

 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …