Flugstöðvarnar með besta netsambandið

Þessar 5 flughafnir koma best út úr prófunum á þráðlausa netinu sem farþegum er boðið upp á.

flugfarthegi
Það eru vafalítið ófáir sem setja símana sína í gang á flugvöllum í stað þess að njóta pásurnar frá tækinu og horfa út um gluggann í staðinn. Mynd: Unsplash

Það er engum blöðum um það að fletta að snjallsímar eru löngu orðnir mikilvægir ferðafélagar. Ekki bara til að komast í samband við fólkið heima heldur líka til að halda utan um ferðagögn og vísa okkur réttu leiðina. Gott netsamband er þó forsendan fyrir því síminn virki sem skyldi.

Og á mörgum flugvöllum geta farþegar nú fengið aðgang að fríu neti og samkvæmt athugun fyrirtækisins Speedtest þá eru besta netsamband á þessum fimm flugvöllum. Eins og sjá má er enginn þeirra í Evrópu og aðeins til eins þeirra er flogið reglulega frá Íslandi. Það er Seattle í norðvesturhluta Bandaríkjanna en þangað fljúga þotur Icelandair einu sinni til tvisvar á dag.

  1. Hong Kong International (400 mbps)
  2. Abu Dhabi International (200 mbps)
  3. Seattle-Tacoma (103 mbps)
  4. Dubai International (100 mbps)
  5. Seoul Incheon (98 mbps)