Samfélagsmiðlar

Framtíð WOW í höndum skuldabréfaeigenda

Í bréfi til fjárfesta í skuldabréfaútboði WOW air ítrekar Skúli Mogensen að breytingar á skilmálum bréfanna séu „algjör forsenda" fyrir fjárfestingu Indigo Partners í flugfélaginu

„Það er mat WOW að með samþykki á þessum breytingum verði hagmunum skuldabréfaeigenda, starfsmanna, birgja og annarra hagsmunaaðila best borgið til lengri tíma.“ Á þessum orðum endar bréf Skúli Mogensen, forstjóra og eiganda WOW air, til skuldabréfaeigenda sem birt var á heimasíðu félagsins í dag. Er bréfið einskonar útskýring á því tilboði sem skuldabréfaeigendum var kynnt þann 14. desember. Þar var farið fram á að eigendur bréfanna afsöluðu sér meðal annars rétti á eignarhlut í flugfélaginu auk þess sem fleiri breytingar verða gerðar á skilmálum.

Skuldabréfaeigendur hafa haft rúmar þrjár vikur til að taka afstöðu til tilboðsins en frestur til að gefa endanlegt svar rennur út á fimmtudaginn í næstu viku. Samkvæmt skilmálum skuldabréfanna þurfa eigendur að tveimur þriðja hluta útgáfunnar að samþykkja breytingarnar og eru viðmælendur Túrista sammála um að Skúli hefði ósennilega sent út bréfið í dag ef hann teldi nægan stuðning vera við skilmálabreytinguna. Orðalag bréfsins styður þessa kenningu því þar er kveðið fremur fastara að orði en í tilboðinu sem birt var 14. desember. Samþykkt skilmálabreytinganna er til að mynda sagt „algjört skilyrði“ (firm condition) fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air. Jafnframt er það tekið fram að það sé ekki valkostur að gefa aðeins eftir hluta af núverandi réttindum.

Líkt og Túristi greindi frá í morgun, áður en bréfið til skuldabréfaeigenda var birt, þá munu fulltrúar bandaríska verðbréfasjóðsins Eaton Vance vera mjög ósáttir við fjárfestingu sína í skuldabréfum í WOW air. Staða flugfélagsins hafi verið mun verri en gefið var í skyn í aðdraganda skuldabréfaútgáfunnar. Eaton Vance situr líklega á allt að fimmtungi af skuldabréfaflokknum og gæti því haft töluverð áhrif niðurstöðu skilmálabreytinga en þó ekki úrslitaáhrif nema í félagi við fleiri eigendur skuldabréfa.

Sem fyrr segir er samþykkt á breytingum á skilmálum skuldabréfanna forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners. Í  bréfi dagsins kemur fram að bandaríska fjárfestingafélagið muni veita WOW air nægjanlegt fjármagn til endurreisnar í formi breytanlegra lána og muni hlutdeild Indigo Partners nema allt að 49 prósentum. Reglur hér á landi heimila ekki að aðilar utan EES svæðisins fari með meirihluta í íslensku flugfélagi. Sömu reglur gilda í öðrum EES löndum og hefur Indigo Partners komist framhjá þessari kvöð með því að binda eignarhald sitt í ungverska flugfélaginu Wizz Air í breytanlegum skulda- og hlutabréfum í stað hefðbundinni hlutabréfa.

 

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …