Fulltrúar Icelandair og Air Atlanta fóru til Japan

Skref til að koma á beinu flugi milli Íslands og Japan voru stigin í Tókýó í gær.

tokyo Louis Kang
Frá Tókýó. Mynd: Louis Kang / Unsplash

Sendinefnd utanríkisráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis átti viðræður við fulltrúa japönsk yfirvöld í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Í nefndinni voru fulltrúar frá bæði Icelandair og Air Atlanta.

Á fundinum náðist samkomulag sem greiðir fyrir beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japans, auk frekari möguleikum á leiguflugi. Jafnframt var ákveðið að löndin skyldu ræða áfram um mögulegan loftferðasamning milli landanna samkvæmt því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að fulltrúar íslensku flugrekendanna hafi setið fundi með japönskum flugfélögum þar sem fram kom vilji til aukins samstarfs.

Síðustu haust hefur Japan Airlines boðið upp á beint leiguflug hingað til lands en ferðunum hefur þó fækkað síðustu ár. Engu að síður nær fjöldi japanskra ferðamanna hér á landi vanalega hámarki í tengslum við þessar ferðir. Íslenskum farþegum hafa ekki staðið til boða sæti í þessu flugi Japan Airlines.