Samfélagsmiðlar

Hristu íslensku flugfélögin af sér eftir eitt sumar

Icelandair og WOW air munu ekki snúa aftur til Dallas í sumar. American Airlines heldur hins vegar Íslandsflugi sínu þaðan áfram. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu því í fyrra komu margir ferðamenn hingað frá borginni.

Frá Dallas.

Kapphlaup íslensku flugfélaganna um áætlunarferðir frá Dallas-Fort Worth flugvelli hófst í september 2017. Þá tilkynnti WOW air að félagið setti stefnuna á þessa næstfjölförnustu flughöfn Texas-fylkis og viku síðar boðaði Icelandair komu sína þangað. Flugvöllurinn í Dallas er helsta starfsstöð American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, og stjórnendur þess svöruðu þessari samkeppni íslensku flugfélaganna með því að lofa sínu fyrsta Íslandsflugi.

Í byrjun síðasta sumars hófu félögin þrjú svo áætlunarflugið milli Texas og Íslands og stóð það yfir fram í haustlok. 174 sæta þotur American Airlines komu hingað daglega á meðan WOW flaug 345 sæta breiðþotum á milli borganna þrisvar í viku og Icelandir nýtti sínar hefðbundu 183 sæta Boeing flugvélar í fjórar vikulegar ferðir. Frá maí og fram í lok október fór samtals 99.451 farþegi þessa leið samkvæmt svari flugmálayfirvalda í Dallas við fyrirspurn Túrista. Eru farþegar taldir á hverjum legg fyrir sig og því tvítaldir ef þeir eiga miða báðar leiðir.

Þrátt fyrir fjöldann þá hafa stjórnendur íslensku flugfélaganna ákveðið að láta American Airlines eftir flugið. Þotur félaganna tveggja snúa því ekki aftur til Dallas. Í svari til Túrista segir talskona bandaríska flugfélagsins hins vegar að þar á bæ ríki ánægja með fyrstu vertíðina á Íslandi og þráðurinn verði tekinn upp aftur nú í sumar.

Lítill hluti frá Íslandi

Af þessum nærri eitt hundrað þúsund farþegum, sem flugu milli Dallas Fort-Worth og Keflavíkurflugvallar, frá maí og fram í lok október, þá voru 53.430 eingöngu á leiðinni á milli Dallas og Íslands. Hinir 46.201 byrjuðu eða enduðu ferðalagið annars staðar. Flugu til að mynda frá Oklahoma borg eða Phoenix til Dallas og þaðan til Íslands. Eða ferðuðust frá Dublin til Dallas með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Athygli vekur að 92,2 prósent allra þeirra sem flugu beint á milli borganna hófu ferðalagið í Dallas en aðeins 7,8 prósent flugu héðan samkvæmt svari Dallas flugvallar við fyrirspurn Túrista.

Þotur American Airlines best nýttar

Ekki fást upplýsingar frá Dallas flugvelli um hvernig þessir nærri 100 þúsund farþegar skiptust á milli flugfélagaanna þriggja. Það sést þó í öðrum tölum flugvallarins að Icelandair hefur flutt 21.525 farþegar til og frá Dallas frá maí og fram í október og WOW air flogið með 36.158. Þar með er ljóst að farþegafjöldinn í Íslandsflugi American Airlines var rétt tæplega 42 þúsund. Talning Túrista á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli leiðir í ljós að farnar voru nákvæmlega 580 áætlunarferðir milli Íslands og Dallas á þessu sex mánaða tímabili. Út frá þessu má sjá að sætanýtingin var hæst hjá American Airlines eða 84 prósent. Hjá WOW var hún 81 prósent en 7 af hverjum 10 sætum í vélum Icelandair voru frátekin.

Fleiri ferðamenn frá Dallas en Sviss

Í ofantöldum upplýsingum leynast áhugaverðar tölur fyrir íslenska ferðaþjónustu sem sýna að frá Dallas hafa komið um 24 þúsund ferðamenn til Íslands á þessu sex mánaða tímabili. Er þá aðeins litið til hlutfalls þeirra sem flaug beint hingað frá Dallas og tekið er tillit til tvítalningarinnar sem áður er nefnd. Ferðamennirnir frá Dallassvæðinu frá maí og fram í október voru þá ögn fleiri en allir þeir sem komu hingað með svissneskt vegabréf á tímabilinu (21 þúsund) og álíka margir og komu hingað frá Finnlandi og Rússlandi samanlagt.

Þess má geta að svona greinargóðar upplýsingar um flugumferð eru ekki opinberar hér á landi. Túristi kærði þennan upplýsingaskort íslenskra flugmálayfirvalda og Isavia til úrskurðarnefndar upplýsingamála í maí í fyrra en niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Í kæru Túrista var bent á mikilvægi góðra upplýsinga um flugumferð fyrir íslenska ferðaþjónustu. Eins og dæmið hér að ofan sýnir þá hefur hið nýja Dallasflug verið vel nýtt af bandarískum ferðamönnum á leið til Íslands. Nú er hins vegar fyrirséð að bæði Icelandair og WOW air ætla að hætta ferðum sínum þangað og þar með miklar líkur á að ferðafólki frá Dallas og nágrenni fækkar hér á landi í ár.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …