Hótel ársins á Íslandi að mati Tripadvisor

Ferðavefurinn Tripadvisor hefur birt árlega topplista sína og þar má finna sérlista fyrir íslensk hótel.

Canopy by Hilton er í fyrsta sæti lista Tripadvisor yfir bestu íslensku hótelin. Mynd:Icelandair hotels

Það er engum blöðum um það að fletta að áhrifamáttur Tripadvisor er mikill í ferðageiranum og kannski er hann mestur þegar kemur vali ferðafólks á gistingu. Nú voru aðstandendur þessarar vinsælu ferðasíðu að birta sína árlegu topplista yfir bestu hótelin í hverju landi fyrir sig og þessi 10 eru á topplistanum hér á landi.

Í valinu mun vera horft til umsagna gesta en það kemur reyndar ekki skýrt fram á heimasíðu Tripadvisor hvaða aðferð er beitt í vali á gististöðum. Á listanum er helmingur gististaða í höfuðborginni.