Lítil fækkun ferðamanna í kortunum

Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni aðeins fækka um rúmlega tvo af hundraði í ár.

Mynd: Isavia

Ferðafólki hér á landi mun fjölga hér á landi sumar um nærri fimm af hundraði og þeim fer líka fjölgandi í nóvember og desember. Hina mánuðina sjö verður samdráttur og mestur verður hann í febrúar, mars og apríl. Þetta kemur fram í nýrri farþegaspá Isavia. Ástæðan fyrir fækkun í október skrifast á að hluti af erlendu flugfélögin ætla að enda sumarvertíð sína hér á landi fyrr í ár. Vetraráætlanir flugfélaga hefjast alla jafna um mánaðamótin október nóvember.

Samdrátturinn í spá Isavia er þónokkuð minni en sú fækkun um u.þ.b. tíund sem Túristi hefur gert ráð fyrir. Þar er horft til þeirrar staðreyndar að flugferðum WOW air mun fækka um rúmlega fjögur hundruð yfir sumarmánuðina og viðbótin í flugáætlun Icelandair mun aðeins vega upp á móti um helmingi þessarar fækkunar. Fyrirséð er að sætisframboðið dragist ennþá meira saman þar sem WOW air nýtti 345 sæta breiðþotur í stóran hluta af þeim ferðum sem flugfélagið fellir niður í sumar. Stór hluti af viðbótinni hjá Icelandair, yfir háannatímann, kemur vegna nýrra Boeing MAX flugvéla en sætin í þeim eru helmingi færri en í breiðþotum WOW.

Í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar hjá Isavia, kom fram að spá fyrirtækisins byggi að hluta til á að áætlunum íslensku flugfélaganna. Isavia hefur einnig upplýsingar um alla bóka lendingatíma á Keflavíkurflugvelli fram í lok október og hversu stórar þotur flugfélögin ætla að nota í ferðirnar.