Samfélagsmiðlar

Ódýrt til Indlands en fá laus sæti heim á ný

Eftir tvær vikur leggur WOW air niður flug sitt til Nýju Delí en kostnaðurinn við hverja flugferð er á bilniu 11 til 15 milljónir.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ásamt áhöfn fyrsta flugs WOW air til Nýju Delí þann 6. desember.

Fyrir sléttum mánuði síðan fór breiðþota WOW air í jómfrúarferð félagsins til Nýju Delí. Um borð var Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sem fór fyrir fimmtíu manna viðskiptasendinefnd sem hélt utan í tilefni af því að nú væru komnar á flugsamgöngur á milli Íslands og Indlands. Hópurinn var hins vegar rétt að skila sér heim þegar WOW air gaf það út að flugleiðin til Indlands yrði lögð niður 20. janúar næstkomandi.

Í dag eru því aðeins tvær vikur eftir af flugáætluninni og sex ferðir ófarnar héðan til Nýju Delí. Það eru laus sæti í þær allar og kosta ódýrustu farmiðarnir rétt um 30 þúsund krónur nema brottförina sem er á dagskrá á þriðjudaginn. Borga þarf tíu þúsund krónum meira fyrir sæti í þá ferð.

Fullt í heimferðirnar

Það virðist því nóg vera til af miðum út en framboð á flugsætum tilbaka takmarkast við flugið þann 18. janúar og kostar ódýrasti miðinn 49 þúsund krónur. Engin sæti eru fáanleg í flugið til Íslands frá Nýju Delí dagana 11., 13., 16. og  20. janúar. Það er reyndar laust í brottförina frá Indlandi þann 9. janúar en sú ferð er aðeins valkostur fyrir þá sem eru úti núna. Og ódýrasta sætið í þá ferð kostar líka 164 þúsund krónur.

Hver flugferð kostar á annan tug milljóna

Sem fyrr segir þá kosta ódýrustu miðarnir í dag til Nýju Delí rétt um 30 þúsund krónur. Það er töluvert undir því meðalverði sem WOW þarf að fá á hvern farþega um borð. Það kostar WOW air nefnilega um 11 til 15 milljónir að fljúga breiðþotu til Indlands ef miðað er við kostnað flugfélagsins á hvern floginn sætiskílómetra árið 2017 sem birtur var í kynningu á skuldabréfaútboði flugfélagsins í haust. Vissulega hefur sú tala tekið breytingum undanfarið ár en hún ennþá góður mælikvarði á hvað útgerðin kostar í dag.

Heildarkostnaðurinn við þessa 30 flugleggi, sem farnir verða milli Íslands og Nýju Delí, er því líklega á bilinu 330 til 450 milljónir króna. Ef sætanýtingin er um 80 prósent að jafnaði þá þurfa tekjurnar af hverjum farþega að nema um 40 til 55 þúsund kr. á hverri leið. Við þetta bætist svo stofnkostnaðurinn við þessa nýju flugleið en þegar lagt var af stað var ætlunin að halda fluginu út allt árið um kring.

Nú er ljóst að Indlandsflugið verður bara starfrækt í 6 vikur og því óhætt að fullyrða að þessi landvinningar í Indlandi hafa reynst WOW dýrir. Og fyrrnefnd ferð utanríkisráðherra og sendinefndar í byrjun desember hefur líka kostað sitt.

 

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …