Rauðu dagar ársins 2019

Í fyrra bættist við einn lögbundinn frídagur og í ár fjölgar þeim aftur um einn.

Mynd: Matthew Henry / Burst

Það munu 12 frídagar bætast við orlofsdagana hjá hinum almenna launamanni í ár. Þessir svokölluðu rauðu dagar eru einum fleiri en í fyrra sem skýrist af því að 17. júní er ekki um helgi að þessu sinni heldur á mánudegi. Þar með fjölgar valkostum þeirra sem vilja nýta sér langa helgi til að fljúga út í heim eða nýta færri orlofsdaga í sumarferðina. Þannig má til að mynda sameina frídagana vegna annars í hvítasunnu og þjóðhátíðardaginn og fljúga út í heim laugardaginn 8. júní og koma heim þann sautjánda og nota aðeins fjóra af hinum dýrmætu orlofsdögum.

Samskonar valkostur skapast í kringum páska því þeir eru seint á ferðinni og þar með hægt að sameina fríið í kringum þá með sumardeginum fyrsta þann 25. apríl.

Hér eru annars dagarnir tólf sem gott er að hafa í huga þegar fríið í ár er skipulagt.

Rauðu dagarnir 2019

Nýársdagur, 1.janúar – þriðjudagur
Skírdagur, 18.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 19.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 22.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 25.apríl – fimmtudagur
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí – miðvikudagur
Uppstigningardagur, 30.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 10.júní – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – mánudagur
Frídagur verslunarmanna, 5.ágúst – mándagur
Jóladagur, 25.desember – miðvikudagur
Annar í jólum, 26.desember – fimmtudagur

Til að gera einfaldan verðsamanburð á farmiðum þá má nota þessa leitarvél hér. Og Hotels Combined er fín til að bera saman kjör á gistingu.