Reikna með mun færri flugfarþegum

Farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mun fækka um 852 þúsund í ár samkvæmt nýrri spá Isavia.

Mynd: Isavia

Á nýliðnu ári fóru um 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn fer niður í tæpar níu milljónir í ár. Þessi spá stjórnenda Isavia var kynnt á morgunfundi fyrirtækisins sem nú stendur yfir. Þessi áætlun Isavia gerir ráð fyrir að hlutfallslega verði samdrátturinn mestur í mars eða um fimmtungur sem skýrist meðal annars af því að páskar verða í apríl í ár en ekki mars líkt og í fyrra. Einnig er búist við þónokkurri fækkun í október. Aðeins er spáð vexti í nóvember og desember.

Búist er við að hópur skiptifarþega verði fjölmennastur eða 35,5 prósent af heildinni.