St. Pétursborg um páskana

Spennandi ferð til Pétursborgar.

Mynd: Bændaferðir

Ferðalagið hefstmeð flugi til Helsinki og þaðan ekið til hinnar stórfenglegu Pétursborgar sem var höfuðborg Rússlands á árunum 1712-1918. Borgin hét um tíma Leningrad, til minningar um Lenin og bar hún það nafn til ársins 1991 eða fram til falls Sovétríkjanna.

Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist þaðan mikla þýðingu um heim allan. Margir telja borgina eina fallegustu borg í heimi en miðbær hennar er á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir þar sem við kynnumst sögu og menningu landsins. Skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Vetrarhöllina. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar.

Kíktu á heimasíðu Bændaferða til að fá frekari upplýsingar