Samfélagsmiðlar

Skúli og breiðþoturnar

Fjórar 365 sæta farþegaflugvélar áttu að bætast við flota WOW air í ár. Tvær þeirra standa fullmálaðar við verksmiðju Airbus í Toulouse. Leiga á einni þotu af þessari gerð getur numið um 100 milljónum króna á mánuði.

TF-BIG sem bíður við verksmiðju Airbus í Toulouse. Hin þotan sem stendur þar nýmáluð er TF-MOG, nefnd eftir eiganda og forstjóra WOW.

Nú er áætlunarflugi WOW air er til Nýju Delí á Indlandi lokið og stóð það aðeins yfir í sex vikur. Framtíðaráform Skúla Mogensen voru önnur því flugfélagið átti að verða stórtækt í flugi til Asíu. Af  þeim sökum gekk hann snemma árs 2017 frá tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330-900neo breiðþotum. Þessar 365 sæta flugvélar átti að nota í áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til Austurlanda líkt og kom fram í kynningu á skuldabréfaútboði WOW í lok síðasta sumars. Þar sagði að fyrri tvær þoturnar yrðu afhentar í lok síðasta árs en þær seinni í lok árs 2019.

Stuttu eftir að skuldabréfaútboðinu lauk greindi Túristi frá því að félagið hefði fækkað ferðum sínum til Nýju Delí úr fimm vikulegum ferðum í þrjár. Dráttur á afhendingu á fyrri tveimur breiðþotunum var skýringin sem gefin var á þessari breytingu. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér stuttu síðar kom fram að þoturnar kæmu til Íslands í febrúar 2019.

Í millitíðinni hefur flugáætlun WOW verið kollvarpað og Skúli viðurkennt að hann hafi farið fram úr sjálfum sér þegar WOW tók í notkun breiðþotur árið 2016. Nú hefur tveimur af þeim þremur breiðþotum sem WOW hefur haft á leigu síðustu ár verið skilað til Tarbes í Frakklandi. Sú þriðja, TF-GAY, hefur staðið á Keflavíkurflugvelli allt frá því að hún kom úr síðustu ferð félagsins til Los Angeles síðastliðinn mánudagsmorgun.

Að skila breiðþotu áður en leigutíma er lokið er dýrt og það kostar líka að láta þotu standa á flugbraut svo dögum skiptir. Leiga á splunkunýrri breiðþotu getur numið um 100 milljónum króna á mánuði eða rúmum þremur milljónum á dag samkvæmt þeim viðmælendum Túrista sem vel þekkja til.

TF-GAY er þó ekki eina fjólubláa breiðþotan, merkt WOW air, sem stendur óhreyfð á flugbraut. Í Toulouse í Frakklandi, við verksmiðjur Airbus flugvélaframleiðandans, eru þessar tvær fyrrnefndu þotur sem WOW air leigði fyrir tveimur árum og áttu að koma hingað til lands í lok síðasta árs. Afhendingu þeirra var svo seinkað fram í febrúar nk. Talsmaður Airbus staðfestir í svari til Túrista að þoturnar TF-BIG og TF-MOG(ensen) standi í Toulouse. Ekki fást hins vegar upplýsingar um hvort hreyflar eru komnir á þoturnar og þær tilbúnar til flugtaks. Hvorki Skúli né leigusali flugvélanna svarar spurningum Túrista um hvort þoturnar eru ennþá á ábyrgð WOW eða ekki.

Ef WOW air hefur fengið þoturnar tvær afhentar þá er má gera ráð fyrir að flugfélagið sé í dag skuldbundið til greiða allt að tvö hundruð milljónir á mánuði í leigu á þotunum tveimur  sem er í Toulouse. Miðað við fyrri yfirlýsingu  WOW þá fær félagið hins vegar fyrst lyklana að nýju þotunum í næsta mánuði og tíminn sem Skúli hefur til að semja við eiganda flugvélanna er því knappur vilji hann komast hjá háu leigugreiðslunum.

Það er þó ekki víst að viðsemjendur hans séu til í að sleppa honum nema til komi umtalsverðar bætur því sem fyrr segir er leigusamningurinn til 12 ára. Skuldbinding WOW nemur því 20 til 30 milljörðum króna. Sú upphæð tvöfaldast ef félagið hefur ekki ennþá komist hjá því að taka við seinni tveimur þotunum í lok árs. Til samanburðar nam nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins rúmum 8 milljörðum króna. Í síðustu viku samþykktu eigendur bréfanna að skerða réttindi sín en sú breytingin var forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air.

Í ljósi upphæðanna sem um ræðir í tengslum við leigusamning WOW við eigenda breiðþotanna fjögurra þá má álykta að eftirgjöf á samningnum sé ekki minni ásteytingarsteinn í viðræðum Skúla við Indigo Partners en breyttir skuldabréfaskilmálar voru. Sem fyrr segir hefur Túristi ekki fengið svör frá Skúla né eiganda flugvélanna fjögurra.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …