Samfélagsmiðlar

Skúli og breiðþoturnar

Fjórar 365 sæta farþegaflugvélar áttu að bætast við flota WOW air í ár. Tvær þeirra standa fullmálaðar við verksmiðju Airbus í Toulouse. Leiga á einni þotu af þessari gerð getur numið um 100 milljónum króna á mánuði.

TF-BIG sem bíður við verksmiðju Airbus í Toulouse. Hin þotan sem stendur þar nýmáluð er TF-MOG, nefnd eftir eiganda og forstjóra WOW.

Nú er áætlunarflugi WOW air er til Nýju Delí á Indlandi lokið og stóð það aðeins yfir í sex vikur. Framtíðaráform Skúla Mogensen voru önnur því flugfélagið átti að verða stórtækt í flugi til Asíu. Af  þeim sökum gekk hann snemma árs 2017 frá tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330-900neo breiðþotum. Þessar 365 sæta flugvélar átti að nota í áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til Austurlanda líkt og kom fram í kynningu á skuldabréfaútboði WOW í lok síðasta sumars. Þar sagði að fyrri tvær þoturnar yrðu afhentar í lok síðasta árs en þær seinni í lok árs 2019.

Stuttu eftir að skuldabréfaútboðinu lauk greindi Túristi frá því að félagið hefði fækkað ferðum sínum til Nýju Delí úr fimm vikulegum ferðum í þrjár. Dráttur á afhendingu á fyrri tveimur breiðþotunum var skýringin sem gefin var á þessari breytingu. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér stuttu síðar kom fram að þoturnar kæmu til Íslands í febrúar 2019.

Í millitíðinni hefur flugáætlun WOW verið kollvarpað og Skúli viðurkennt að hann hafi farið fram úr sjálfum sér þegar WOW tók í notkun breiðþotur árið 2016. Nú hefur tveimur af þeim þremur breiðþotum sem WOW hefur haft á leigu síðustu ár verið skilað til Tarbes í Frakklandi. Sú þriðja, TF-GAY, hefur staðið á Keflavíkurflugvelli allt frá því að hún kom úr síðustu ferð félagsins til Los Angeles síðastliðinn mánudagsmorgun.

Að skila breiðþotu áður en leigutíma er lokið er dýrt og það kostar líka að láta þotu standa á flugbraut svo dögum skiptir. Leiga á splunkunýrri breiðþotu getur numið um 100 milljónum króna á mánuði eða rúmum þremur milljónum á dag samkvæmt þeim viðmælendum Túrista sem vel þekkja til.

TF-GAY er þó ekki eina fjólubláa breiðþotan, merkt WOW air, sem stendur óhreyfð á flugbraut. Í Toulouse í Frakklandi, við verksmiðjur Airbus flugvélaframleiðandans, eru þessar tvær fyrrnefndu þotur sem WOW air leigði fyrir tveimur árum og áttu að koma hingað til lands í lok síðasta árs. Afhendingu þeirra var svo seinkað fram í febrúar nk. Talsmaður Airbus staðfestir í svari til Túrista að þoturnar TF-BIG og TF-MOG(ensen) standi í Toulouse. Ekki fást hins vegar upplýsingar um hvort hreyflar eru komnir á þoturnar og þær tilbúnar til flugtaks. Hvorki Skúli né leigusali flugvélanna svarar spurningum Túrista um hvort þoturnar eru ennþá á ábyrgð WOW eða ekki.

Ef WOW air hefur fengið þoturnar tvær afhentar þá er má gera ráð fyrir að flugfélagið sé í dag skuldbundið til greiða allt að tvö hundruð milljónir á mánuði í leigu á þotunum tveimur  sem er í Toulouse. Miðað við fyrri yfirlýsingu  WOW þá fær félagið hins vegar fyrst lyklana að nýju þotunum í næsta mánuði og tíminn sem Skúli hefur til að semja við eiganda flugvélanna er því knappur vilji hann komast hjá háu leigugreiðslunum.

Það er þó ekki víst að viðsemjendur hans séu til í að sleppa honum nema til komi umtalsverðar bætur því sem fyrr segir er leigusamningurinn til 12 ára. Skuldbinding WOW nemur því 20 til 30 milljörðum króna. Sú upphæð tvöfaldast ef félagið hefur ekki ennþá komist hjá því að taka við seinni tveimur þotunum í lok árs. Til samanburðar nam nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins rúmum 8 milljörðum króna. Í síðustu viku samþykktu eigendur bréfanna að skerða réttindi sín en sú breytingin var forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air.

Í ljósi upphæðanna sem um ræðir í tengslum við leigusamning WOW við eigenda breiðþotanna fjögurra þá má álykta að eftirgjöf á samningnum sé ekki minni ásteytingarsteinn í viðræðum Skúla við Indigo Partners en breyttir skuldabréfaskilmálar voru. Sem fyrr segir hefur Túristi ekki fengið svör frá Skúla né eiganda flugvélanna fjögurra.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …