Spyrja milljónir fylgjenda hvort þau eigi að halda til Íslands

Osmann hjónin eru talin í hópi áhrifaríkustu ferðabloggara heims og nú eru þau að spá í Íslandsreisu.

Það gæti styst í svona myndatökur Osmann hjónanna hér á landi. Myndir: Murad Osmann

Nataly Osmann dregur hann Murad sinn út um víða veröld og myndir af ferðalögum þeirra hafa náð það mikilli útbreiðslu að Forbes tímaritið segir myndabloggið þeirra eitt af þeim áhrifaríkustu í heimi ferðalaga. Aldrei hefur Nataly þó leitt hann Murad um Ísland en á því kann að vera breyting á. Nú spyrja þau þær 4,2 milljónir manna, sem fylgja þeim á Instagram, hvort ekki sé tímabært að þau heimsæki Tíbet, Perú, Pakistan, Íran eða Ísland.

Ríflega 918 þúsund manns hafa nú þegar horft  á vídeóið sem fylgir instagram færslunni þar sem spurningin er borin upp og fjölmargir hafa sagt skoðun sína á því hvert Nataly á að teyma Murad næst.

 

View this post on Instagram

 

#followmeto Ubud, Bali. Let the New Year begin with adventures. We have set up a bucketlist of places where me and @natalyosmann would like to go this year where we haven’t been yet. My list is: Tibet, Peru, Iran, Pakistan, Iceland. What place do you want to see the most? Took this video in our favorite @mandapareserve. Great Music by @roneofficial #следуйзамной на Бали в Убуд. Составили список мест с Наташей, где мы не были и куда бы хотели поехать в этом году. Мой список: Тибет, Перу, Иран, Пакистан, Исландия. А куда бы вы хотели поехать больше всего?

A post shared by MURAD OSMANN (@muradosmann) on