Stundvísustu flugfélög Evrópu

Hvorki Icelandair né WOW air kemst á lista yfir þau flugfélag álfunnar sem héldu oftast áætlun í fyrra.

Mynd: Matthew Smith / Unsplash

Stundvísi í flugsamgöngum milli Íslands og útlanda hefur verið ábótavant síðustu misseri og sérstaklega síðastliðið sumar. Í júní fóru til að mynda rétt um þriðjungur af þotunum í loftið á réttum tíma frá Keflavíkurflugvelli.

Það þarf  því ekki að koma á óvart að hvorki  Icelandair né WOW air komast á lista greiningafyrirtækisins OAG yfir þau 10 evrópsku flugfélög sem oftast héldu áætlun árið 2018.