Samfélagsmiðlar

Telur keppinautana selja farmiða undir kostnaðarverði

Það er offramboð á sætaferðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verðlagið ekki sjálfbært að mati Kynnisferða sem eiga og reka Flugrútuna.

flugrutan

Flugrútan hefur lengsta reynslu af sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og Leifsstöðvar. Í dag er verðskrá fyrirtækisins nokkru hærri en samkeppnisaðilanna.

Á meðan stjórnendur Hópbíla/Airport Direct og Gray Line/Airport Express hafa lækkað farmiða í sætaferðir sínar til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar umtalsvert þá halda Kynnisferðir/Flugrútan fast í sitt verð líkt og Túristi greindi frá í gær. Ódýrustu miðarnir hjá þeim fyrrnefndu fást núna á tæpar 2 þúsund krónur en farið með Flugrútunni er um helmingi dýrara eða 2.999 krónur. Ef keyptir eru miðar báðar leiðir er munurinn minni.

„Við höfum ekki orðið vör við verulega neikvæð áhrif á sölu þrátt fyrir mikla samkeppni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, aðspurður um verðstefnu keppinautanna. „Við getum ekki svarað fyrir það hvort rekstur hjá öðrum sé sjálfbær eða undir kostnaðarverði en miðað við þau gjöld sem ISAVIA rukkar, launakostnað og olíuverð þá myndi ég áætla að verð samkeppnisaðilanna sé undir kostnaðarverði og reksturinn því ekki sjálfbær. Það er jafnframt okkar mat að offramboð sé á sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar og það muni draga úr framboðinu í náinni framtíð.“

Engilbert segir áhersluna hjá Kynnisferðum vera á að veita góðu þjónustu gegn sanngjörnu verði miðað við það rekstrarumhverfi sem fyrirtækið starfi í. Verðskrá Flugrútunnar sé þó ávallt til skoðunar bætir hann við. Í því samhengi má benda á að farmiðaverðið hjá fyrirtækinu hækkaði tvisvar sinnum á stuttu millibili, fyrst haustið 2017 og aftur í byrjun síðasta árs. Sú hækkun rakin til aukins kostnaðar í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu við Leifsstöð sem haldið var sumarið 2017. Þar var farið fram á að rútufyrirtækin byðu Isavia hlutdeild í tekjum sínum af sætaferðum frá Leifsstöð auk fastrar leigu á stæðum og aðstöðu í flugstöðinni.

Kynnisferðir áttu hæsta tilboðið og greiða í dag 41,2% af tekjum Flugrútunnar á þessari leið til Isavia. Hópbílar voru með næst hæsta  tilboðið og fær Isavia þriðjung af þeirra tekjum. Gray Line bauð lægra hlutfall og missti í kjölfarið aðstöðuna beint fyrir framan komusal flugstöðvarinnar fluttist yfir á sérstakt fjarstæði. Gjaldheimta Isavia á því stæði var stöðvuð tímabundið af Samkeppniseftirlitinu sem er ennþá með málið til skoðunar.

Allt frá því að akstur hófst samkvæmt skilmálum útboðsins þann 1. mars sl. þá hafa fyrirtækin þrjú haldið úti ferðum í tengslum við allar komur og brottfarir farþegaflugvéla frá Keflavíkurflugvelli. Athugun Túrista í sumar leiddi í ljós að sætanýtingin í ferðir félaganna var mjög misjöfn.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …