Samfélagsmiðlar

Telur keppinautana selja farmiða undir kostnaðarverði

Það er offramboð á sætaferðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verðlagið ekki sjálfbært að mati Kynnisferða sem eiga og reka Flugrútuna.

flugrutan

Flugrútan hefur lengsta reynslu af sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og Leifsstöðvar. Í dag er verðskrá fyrirtækisins nokkru hærri en samkeppnisaðilanna.

Á meðan stjórnendur Hópbíla/Airport Direct og Gray Line/Airport Express hafa lækkað farmiða í sætaferðir sínar til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar umtalsvert þá halda Kynnisferðir/Flugrútan fast í sitt verð líkt og Túristi greindi frá í gær. Ódýrustu miðarnir hjá þeim fyrrnefndu fást núna á tæpar 2 þúsund krónur en farið með Flugrútunni er um helmingi dýrara eða 2.999 krónur. Ef keyptir eru miðar báðar leiðir er munurinn minni.

„Við höfum ekki orðið vör við verulega neikvæð áhrif á sölu þrátt fyrir mikla samkeppni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, aðspurður um verðstefnu keppinautanna. „Við getum ekki svarað fyrir það hvort rekstur hjá öðrum sé sjálfbær eða undir kostnaðarverði en miðað við þau gjöld sem ISAVIA rukkar, launakostnað og olíuverð þá myndi ég áætla að verð samkeppnisaðilanna sé undir kostnaðarverði og reksturinn því ekki sjálfbær. Það er jafnframt okkar mat að offramboð sé á sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar og það muni draga úr framboðinu í náinni framtíð.“

Engilbert segir áhersluna hjá Kynnisferðum vera á að veita góðu þjónustu gegn sanngjörnu verði miðað við það rekstrarumhverfi sem fyrirtækið starfi í. Verðskrá Flugrútunnar sé þó ávallt til skoðunar bætir hann við. Í því samhengi má benda á að farmiðaverðið hjá fyrirtækinu hækkaði tvisvar sinnum á stuttu millibili, fyrst haustið 2017 og aftur í byrjun síðasta árs. Sú hækkun rakin til aukins kostnaðar í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu við Leifsstöð sem haldið var sumarið 2017. Þar var farið fram á að rútufyrirtækin byðu Isavia hlutdeild í tekjum sínum af sætaferðum frá Leifsstöð auk fastrar leigu á stæðum og aðstöðu í flugstöðinni.

Kynnisferðir áttu hæsta tilboðið og greiða í dag 41,2% af tekjum Flugrútunnar á þessari leið til Isavia. Hópbílar voru með næst hæsta  tilboðið og fær Isavia þriðjung af þeirra tekjum. Gray Line bauð lægra hlutfall og missti í kjölfarið aðstöðuna beint fyrir framan komusal flugstöðvarinnar fluttist yfir á sérstakt fjarstæði. Gjaldheimta Isavia á því stæði var stöðvuð tímabundið af Samkeppniseftirlitinu sem er ennþá með málið til skoðunar.

Allt frá því að akstur hófst samkvæmt skilmálum útboðsins þann 1. mars sl. þá hafa fyrirtækin þrjú haldið úti ferðum í tengslum við allar komur og brottfarir farþegaflugvéla frá Keflavíkurflugvelli. Athugun Túrista í sumar leiddi í ljós að sætanýtingin í ferðir félaganna var mjög misjöfn.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …