Þær 20 borgir sem oftast var flogið til desember

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu valið á milli ferða til 58 erlendra borga og Akureyrar í síðasta mánuði.

london Jethro Stebbings
London er sú borg sem langoftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli. Mynd: Jethro Stebbings / Unsplash

Að jafnaði voru farnar 10 áætlunarferðir á dag frá Íslandi til Lundúna í desember og voru þetta tíðari ferðir en til nokkurrar annarrar borgar þegar litið er til flugumferðarinnar um Keflavíkurflugvöll. Þoturnar sem fljúga héðan til bresku höfuðborgarinnar á fimm mismunandi flugvöllum á Lundúnarsvæðinu og flestar eru ferðirnar til Gatwick.

Í Kaupmannahöfn er hins vegar aðeins um aðeins eina flughöfn að velja og til Kastrup voru ferðirnar næstflestar eða um 3,4 á dag samkvæmt talningu Túrista. New York og París koma svo í næstu sætum á listanum yfir þær borgir sem oftast var flogið til í desember.