Útivist í Mikladal

Göngu- og hjólafólk er hjartanlega velkomið til Großarl eða Mikladals eins og væri hægt að kalla hann á íslensku.

Mynd: Bændaferðir
Kynning

Miklidalur býður upp á fjölmargar mismunandi göngu- og hjólaleiðir, býr yfir rúmlega 400 km af merktum gönguleiðum. Í þessu fallega umhverfi fáum við notið hins áhrifamikla sjónarsviðs háfjallasvæðisins Hohe Tauern á dagleiðum okkar. Við munum ganga vinsælar og þægilegar leiðir um grösugar og skógi vaxnar hlíðar og fáum okkur hressingu í seljum á leiðinni, m.a. í Karseggalm selinu sem er um 400 ára gamalt og er eitt það elsta í Ölpunum. Í dalnum er líka að finna fjallavötn þar sem kannski væri hægt að kæla göngufæturna. Einn dag í ferðinni förum við í hjólatúr þar sem við njótum frábærs útsýnis yfir allan Großarl dalinn sem spannar um 15 km. Gist verður á fjögurra stjörnu hóteli í Großarl en hótelið býr yfir heilsulind þar sem verður hægt að endurnæra sig eftir góða hreyfidaga á þessu dásamlega svæði.

Verð á mann í tvíbýli 199.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 16.600 kr.

Innifalið:
8 daga ferð.
Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
Ferðir milli flugvallarins í München og hótelsins í Großarl.
Gisting í 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
Fimm rétta kvöldverður ásamt salat hlaðborði.
Afnot af baðslopp og inniskóm á meðan á dvöl stendur.
Aðgangur að sundlaug og heilsulind hótelsins.
Leiga á hjóli og hjálmi í einn dag.
Göngudagskrá.
Innlend leiðsögn í göngu- og hjólaferðum.
Íslensk fararstjórn.

Kíktu á heimasíðu Bændaferða til að fá frekari upplýsingar