Samfélagsmiðlar

23 verkefni fengu styrk

Við val á styrkþegum úr samfélagssjóði Isavia er lögð áhersla á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Styrkþegar við afhendinguna í dag.

Trúðaheimsóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum og Evrópumót í keltneskum fangbrögðum í Reykjanesbæ voru meðal þess sem hlaut styrk úr samfélagssjóð Isavia í seinni úthlutun fyrir árið 2018. Styrkir voru veittir við hátíðlega athöfn þann 5. febrúar 2019 en aldrei hafa fleiri málefni hlotið styrk úr sjóðnum samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Óskar Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Safe segir að styrkurinn komi sér gríðarlega vel en Safe heldur úti vefsíðu með upplýsingagjöf um umferð á Íslandi fyrir ferðafólk. „Við erum að setja upp nýja vefsíðu,“ segir Óskar. „Þar verða hljóðupptökur á tíu tungumálum þar sem lesnar verða inn upplýsingar um akstursaðstæður á Íslandi. Þá verða reynslusögur frá ferðamönnum og veður- og vegaupplýsingar aðgengilegar á vefnum.“

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna fékk styrk til að að vekja athygli á því sem gert er í íslensku tónlistarlífi. „Við erum með fjölbreyttan hóp. Þetta eru listamenn sem koma saman úr öllum geirum tónlistar hvort sem það er djass, blús, sígild- eða samtímatónlist, poppi, rokki eða kvikmyndatónlist. Þessi styrkur nýtist vel til að þjappa saman hópinn,“ segir Margrét Eir Hönnudóttir, stjórnarmaður í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Agnes Wild hjá Trúðavaktinni segir að styrkurinn verði notaður til að greiða laun til listamannanna sem vinni á Barnaspítala Hringsins og komi þar fram sem trúðar og heimsæki börnin. Þetta sé í grunninn sjálfboðaliðastarf sem sjúkrahúsið borgi ekki fyrir. „Þetta eru menntaðir listamenn sem vinna hjá mér og laun þeirra eru greidd með styrkjum,“ segir Agnes. „Þessi styrkur borgi laun næstu þrjá mánuði.“

Verkefnin sem fengu styrk að þessu sinni eru:
· Berglind Baldursdóttir fékk styrk fyrir forvarnarverkefni tengt heimilisofbeldi í samstarfi við Kvennaathvarfið.

· Birta landssamtök fengu styrk fyrir fræðslu og hvíldardaga fyrir foreldra og fjölskyldur sem hafa misst börn sín skyndilega.

· Delta Kappa Gamma fékk styrk vegna ráðstefnu í Reykjavík sem ber heitið Research and Practice in Enhancing the Learning Community and the 6 Cs.

· Félag heyrnarlausra fékk styrk fyrir túlkun bókarinnar Drekinn innra með þér yfir á íslenskt táknmál.

· Fjölskylduhjálp Íslands fékk styrk fyrir matarúthlutanir til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar.

· Flugmálafélag Íslands fékk styrk vegna flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli sem haldin var í september 2018.

· Glímusamband Íslands fær styrk vegna Evrópumóts í keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjanesbæ.

· Hildur H. Pálsdóttir fékk styrk fyrir forvarnarverkefni gegn fíkniefnum fyrir grunnskóla, foreldra og fleiri.

· Íþróttafélagið Magni – yngri flokkar fengu styrk til að efla barna- og unglingastarf félagsins.

· Knattspyrnufélagið Víðir fékk styrk til barna- og unglingastarfs félagsins.

· Lionsklúbburinn Hængur Akureyri fékk styrk til ræktunar á skógarreit í Glerárdal ofan Akureyrar.

· Reykjanesbær fékk styrk fyrir pólska menningarhátíð sem haldin er í Reykjanesbæ.

· Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda fékk styrk vegna ráðstefnunnar Drögum (kynja)tjöldin frá – til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn.

· Safe ehf. fékk styrk vegna upplýsingaverkefnis fyrir erlenda ferðamenn sem ferðast um landið á bílaleigubílum.

· Saga forlag Ísland fékk styrk vegna nýrrar heildarútgáfu Íslendingasagna og -þátta í fimm bindum. Útgáfan er í tilefni af aldarafmæli fullveldis á Íslandi.

· SamAust, samtök félagsmiðstöðva á Austurlandi fengu styrk vegna Austurlandsmóts fulltrúa félagsmiðstöðva.

· Skátafélagið Heiðabúar fékk ferðastyrk í félagsútilegur.

· Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur fengu styrk til byggingar svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi.

· Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna fær styrk sem ætlað er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslensku tónlistarlífi.

· Trúðavaktin fékk styrk til heimsókna íslensku sjúkrahústrúðanna á Barnaspítala Hringsins.

· Vakandi fær styrk vegna átaks í eflingu vitundarvakningar um matarsóun og umhverfismál á Íslandi.

· Viðburðastofa Norðurlands fær styrk vegna vetraríþróttahátíðarinnar Íslensku vetrarleikarnir í Hlíðarfjalli.

· Þekkingarsetur Suðurnesja fær styrk vegna verkefnis sem gengur út á að innleiða samfélagsvísindi hjá Þekkingarsetrinu. Mögulegur ávinningur er aukin umhverfisvitund og umhverfisvernd.

 

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …