Ásthildur gefur ekki kost á sér í stjórn Icelandair

Fjórir af þeim fimm sem sitja í stjórn stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins gefa kost á sér fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður 8. mars.

Mynd: Icelandair

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem tók sæti í stjórn Icelandair Group árið 2012, sækist ekki eftir endurkjöri. Þetta kemur fram í auglýsingu frá Icelandair Group í dag. Þar kemur fram að hinir fjórir stjórnarmennirnir bjóði sig fram á ný en það eru þau Úlfar Steindórsson, Heiðrún Jónsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson og Ómar Benediktsson. Úlfar er formaður stjórnarinnar.

Framboðsfrestur til stjórnarkjörsins rennur úr föstudaginn 1. mars en aðalfundurinn fer fram viku síðar.