Átján fundir í stjórn Isavia

Aðeins einu sinni var varamaður kallaður inn í stjórn opinbera fyrirtækisins á síðasta ári.

Stjórn Isavia (frá vinstri): Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Matthías Imsland, Valdimar Halldórsson, Eva Pandora Baldursdóttir og Ingimundur Sigurpálsson. MYNDIR: ÍSLANDSPÓSTUR, MIÐFLOKKURINN, ALÞINGI, HVALASAFNIÐ OG STJÓRNARRÁÐIÐ

Það er Isavia sem á og rekur flugvelli landsins og stjórn þess kom saman átjan sinnum á starfsárinu sem senn er á enda. Í svari frá fyrirtækinu, við fyrirspurn Túrista, kemur fram að í eitt skipti hafi verið kallað eftir varamanni. Í fyrra voru stjórnarfundirnir sautján talsins.

Stjórn Isavia er skipuð af fjármálaráðherra og tilnefna flokkarnir á þingi fulltrúa í stjórnina. Á hinum Norðurlöndunum eru stjórnir ríkisfyrirtækjanna, sem sjá um rekstur flugvallanna, skipaðar fólki úr atvinnulífinu eins og áður hefur fjallað um.  Í Svíþjóð og Noregi koma stjórnarmeðlimir oftar en ekki úr atvinnulífinu og hafa verið valdir út frá ákveðnum kröfum. Í Noregi gildir einnig sú regla að embættismenn og fólk í opinberri þjónustu má ekki sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja samkvæmt svari frá norska samgönguráðuneytinu.

Formaður stjórnar Isavia er Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og fær hann um 4,7 milljónir króna á ári fyrir störf sín. Varaformaður er Matthías Imslands en hann situr jafnframt í stjórn Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia.