Bæta við ferðum til Íslands næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Jet2holidays mun fjölga ferðunum til Íslands.

Þota Jet2 við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Mynd: Isavia

Þota Jet2 lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með fyrstu farþegana sem hingað koma á vegum systurfélagsins Jet2holidays. Um er að ræða ferðamenn sem keypt hafa pakkaferðir hjá ferðaskrifstofunni frá nokkrum breskum flugvöllum. Til að mynda Glasgow, Birmingham og Newcastle.

Ferðirnar í boði nú í febrúar og mars og hafa viðtökurnar við þessari nýjung hjá Jet2holidays verið það góðar að næsta vetur ætlar ferðaskrifstofan að bæta við ferðum. Þá verða á boðstólum 32 brottfarir frá samtals sex breskum flugvöllum. Tólf þeirra verða farnar í haust og tuttugu í febrúar til apríl á næsta ári.

Í þotum Boeing þotum Jet2 eru sæti fyrir 189 farþega en því miður fyrir íslenska farþega þá er ekki hægt að bóka flug hjá Jet2 þar sem ferðalagið hefst á Keflavíkurflugvelli. Alla vega ekki eins og staðan er í dag.