Dornier flugvél Ernis á loft á ný

Isavia og Flugfélagið Ernir hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda félagsins innanlands.

Dornier flugvél Ernis sem var kyrrsett þann 10. janúar. Mynd: Flugfélagið Ernir

Kyrrsetningu á flugvél Flugfélagsins Ernis hefur því verið aflétt. Í tilkynningu segir að Isavia og Flugfélagið Ernir fagni því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. Þar með lýkur nærri tuttugu og fimm daga kyrrsetningu á stærstu farþegaflugvél Ernis vegna um 90 milljón krónar skuldar flugfélagsins við Isavia.

Ekki kemur fram í tilkynningu hvort skuldin hafi verið gerð upp eða hvort samið hafi verið um greiðsludreifingu.