Samfélagsmiðlar

Fleiri farþegar og fleiri laus sæti

Þrátt fyrir veikari stöðu helsta samkeppnisaðilans þá voru þotur Icelandair verr nýttar í janúar en dæmi eru um síðustu ár. Munurinn hjá WOW gæti verið ennþá meiri.

icelandair radir

Það voru fleiri sem flugu með Icelandair í janúar en hlutfall skipaðra sæta var aðeins lægra.

Það voru 227 þúsund farþegar sem nýttu sér áætlunarflug Icelandair í janúar sem er aukning um 8 prósent frá sama tíma í fyrra. Hins vegar jókst framboð á flugsætum um tíund á sama tíma. Sætisnýtingin í þotum félagsins lækkaði þar með niður í 71,9 prósent og þarf að leita aftur til janúar árið 2014 til að finna lakari nýtingu þennan fyrsta mánuð ársins eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Þessi lækkun er áhugaverð í ljósi þess að í nóvember og desember síðastliðnum þá mældist sætisnýtingin hjá Icelandair hærri en hún hefur verið á þeim tíma árs. Þar hefur veik staða WOW air væntanlega haft þónokkur áhrif. Framtíð þessa helsta keppinautar Icelandair er ennþá jafn óljós og þess ætti flugfélagið að njóta ennþá. Sætanýtingin hefði því líklega lækkað ennþá meira ef WOW silgdi lygnan sjó.

Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að Icelandair á í samkeppni við fleiri flugfélög en WOW air þegar kemur að fólksflutningum yfir Norður Atlantshafið og þar hefur slagurinn harðnað. Áður var Icelandair til að mynda eina norræna flugfélagið í Boston en er nú í samkeppni þar við Norwegian, SAS og auðvitað WOW. Framboð á Ameríkuflugi frá stærstu borgum Evrópu hefur líka aukist verulega og það hefur neikvæð áhrif nýtinguna og sérstaklega núna þegar færri eru á ferðinni en flesta aðra mánuði ársins.

Skýringin á lægri nýtingu hjá Icelandair í janúar gæti líka legið í hærri fargjöldum. Þegar meðalfargjald flugfélags hækkar þá lækkar nýtingin oft á tíðum líkt og gerðist hjá Norwegian í janúar. Niðursveiflan var hins vegar mun meiri hjá norska flugfélaginu. En þar sem stjórnendur Icelandair veita ekki reglulegar upplýsingar um fargjaldaþróun, öfugt við það kollegar þeirra hjá Norwegian og SAS gera, þá fæst ekki skýr mynd af stöðu mála.

Ferðamannaspá Isavia var fjarri því að standast fyrir janúar og ein af skýringunum sem Isavia gefur fyrir frávikinu er sú að sætanýting í Íslandsflugi lækkaði úr 78 í 74 prósent í janúar. Sú staðreynd og lítilsháttar lækkun í nýtingu Icelandair gefur til kynna að þotur WOW air hafi verið þunnskipaðri en áður. Í janúar í fyrra var nýtingin hjá flugfélaginu 88 prósent en gæti hún hafa farið niður niður í 76 til 80 prósent af því gefnu að þotu erlendu flugfélaganna hafi verið álíka vel nýttar og í fyrra. Úr þessu fæst skorið þegar WOW birtir farþegatölur sínar fyrir janúar en búast má við þeim fyrir helgi.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …