Framför hjá íslensku flugfélögunum

Í janúar voru mun fleiri ferðir Icelandair og WOW air á réttum tíma en á sama tíma í fyrra.

icelandair wow
Myndir: Icelandair og WOW

Rétt um tvær af hverjum þremur ferðum Icelandair og WOW air voru á áætlun í janúar í fyrra. Í nýliðnum janúar var staðan önnur því fóru hátt í átta af hverjum tíu ferðum á réttum tíma samkvæmt greiningafyrirtækinu OAG.