Samfélagsmiðlar

Framkvæmdastjórn Icelandair stokkuð upp á ný

Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Icelandair Group þar sem aukin áherslan er lögð á flugrekstur en áður.

Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Icelandair Group til að ná fram enn skýrari áherslu á flugrekstur sem skilgreindur er sem kjarnastarfsemi félagsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem gerðar eru umfangsmiklar breytingar á framkvæmdastjórn flugfélagsins.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að starfsemin muni nú skiptast í átta svið sem samanstanda af fjórum kjarnasviðum og fjórum stoðsviðum. „Kjarnasviðin verða sölu- og þjónustusvið, flugrekstrarsvið, flugflutningasvið og flugvélaleiga og ráðgjöf. Starfsemi þriggja fyrstu sviðanna snýst að mestu um að hámarka afkomu af alþjóðlegu leiðarkerfi Icelandair en flugvélaleiga og ráðgjöf, starfsemi Loftleiða Icelandic, nýtir þekkingu, reynslu og rekstrarþætti félagsins á arðbæran hátt með því að vinna með flugfélögum víðs vegar í heiminum. Þá munu fjögur stoðsvið vinna þvert á fyrirtækið: fjármálasvið, mannauðssvið, stafræn þróun og upplýsingatækni, sem og flugfloti og leiðarkerfi. Framkvæmdastjórar þessara sviða mynda framkvæmdastjórn Icelandair Group ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins,“ segir í tilkynningu.

Með þessari breytingu verða gerðar breytingar á skipun framkvæmdastjórnar fyrirtæksins. Sölu- og markaðssvið og svið þjónustuupplifunar sem rekin hafa verið sem tvö aðskilin svið verða sameinuð í eitt. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra þjónustuupplifunar, mun leiða sameinað sölu- og þjónustusvið félagsins. Gunnar Már Sigurfinnsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, situr áfram í framkvæmdastjórn félagsins sem framkvæmdastjóri flutningasviðs.

Tómas Ingason kemur nýr inn í framkvæmdastjórn félagsins og fer fyrir nýju sviði, stafrænni þróun og upplýsingatækni og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir sem kemur einnig ný inn í framkvæmdastjórn, eins og fram hefur komið, hefur störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs um miðjan febrúar.

Jafnframt taka Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri flotamála og leiðarkerfis félagsins, og Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, sæti í framkvæmdastjórn.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sem er nú í söluferli, mun við þessa breytingu víkja úr framkvæmdastjórn félagsins. Þá mun Jens Bjarnason framkvæmdastjóri nú einbeita sér að erlendu fjárfestingarverkefni en hann hefur undanfarin tvö ár leitt slíkt verkefni Icelandair Group á Grænhöfðaeyjum.

„Með þessum breytingum verður áherslan á kjarnastarfsemi félagsins, flugrekstur, enn skýrari. Við náum fram einföldun og hagkvæmni í rekstri, meðal annars á fjármálasviði og gerum félagið betur í stakk búið til að takast á við breytingar í rekstrarumhverfinu og nýta tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Aukin áhersla á stafræna þróun, þróun flotans og leiðarkerfisins, sem og flutninga- og leiguflugstarfsemi okkar, mun styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

 

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …