Samfélagsmiðlar

Segir Skúla ekki hafa annan kost

Norskur sérfræðingur í fluggeiranum segir það lofa góðu ef Indigo Partners kaupir hlut í WOW air. Fresturinn sem skuldabréfaeigendur hafa veitt bandaríska fjárfestingafélaginu til að ganga frá fjárfestingunni rennur út um mánaðamótin.

wow skuli airbus

Það eru miklar vangaveltur þessa dagana í Noregi um gang mála hjá Norwegian flugfélaginu. Félagið er rekið með bullandi tapi og í annað sinn á tæpu einu ári þurfa hluthafarnir að leggja félaginu til aukið fé. Einn þeirra sem reglulega greinir stöðuna í norskum fjölmiðlum er Hans Jørgen Elnæs sem hefur víðtæka reynslu af flugrekstri. Hann fylgist líka vel með gangi mála í íslenskum fluggeira og sérstaklega núna þegar stutt er í úrslitastund í samningaviðræðum Indigo Partners við Skúla Mogensen, eiganda WOW air.

„Ég tel að Skúli hafi engan annan kost en að taka tilboði Indigo Partners ef fyrirtækið lætur verða af fjárfestingunni eftir að niðurstaða áreiðanaleikakönnunar liggur fyrir nú í lok febrúar,“ segir Hans Jørgen í samtali við Túrista. Og hann segist gera ráð fyrir að Skúli haldi áfram hjá WOW ef af kaupunum verður.

„Indigo Partners, undir forystu William Franke, býr yfir langri og ábatasamri reynslu í að setja á laggirnar lággjaldaflugfélög, sérstaklega þau sem skilgreind eru sem últra lággjaldafélög eins og WizzAir og JetSmart. Fyrirtækið hefur líka keypt sig inní félög og snúið rekstri þeirra við t.d. Tiger, Frontier og  Volaris,“ segir Hans Jørgen og veltir því upp hvað fyrirtækið sjái í WOW air nú þegar félagið er ekki lengur með langdrægar Airbus A330 breiðþotur. „Ekkert af þeim flugfélögum sem tengjast Indigo Partners flýgur langar flugleiðir en WOW air gæti verið fyrsta skrefið í því að að tengja saman evrópsku og bandarísku flugfélögin sem Indigo á hlut í eða rekur. Og þá með Keflavíkurflugvöll sem starfstöð.“

Sú staðreynd að Indigo Partners á inni stóra pöntun á Airbus A321 þotum geti líka verið ein helsta skýringin á fjárfestingunni í WOW að mati Hans Jørgen því íslenska félagið gæti nýtt hluta af nýju þotunum. „Indigo Partners hafa sýnt að félagið fjárfestir í félögum til lengri tíma og það lofar góðu fyrir WOW air.“

Í dag eru 71 dagur liðinn frá því að Indigo Partners og WOW air tilkynntu að fyrirtækin ættu í viðræðum en þá voru aðeins nokkrir klukkutímar liðnir frá því Icelandair féll frá kaupum á sínum helsta keppinaut í flugi til og frá Íslandi. „Ég tel að Icelandair hafi haft raunverulegan áhuga á að taka yfir eða kaupa WOW air en tímasetningin var ekki góð. Stjórnendur Icelandair þurftu að setja í forgang að takast á við eigin vandamál og gáfu því WOW frá sér. Engu að síður er ég sannfærður um að til lengri tíma hefði það verið besta lausnin ef Icelandair hefði eignast WOW og þar með styrkt stöðu sína á heimamarkaðnum,“ segir Hans Jørgen að lokum.

Um miðjan síðasta mánuð veittu eigendur skuldabréfa í WOW air vilyrði sitt fyrir breyttum skilmálum bréfanna. Þessar breytingar voru sagðar forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners en hinir breyttu skilmálar falla niður þann 28. febrúar ef ekkert verður af samningi milli William Franke, stjórnanda Indigo Partners, og Skúla Mogensen fyrir þann tíma.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …