Síðustu ferð­irnar til Rómar

Í lok næsta mánaðar leggjast af beinar flugsamgöngur milli Íslands og höfuðborgar Ítalíu. Ennþá er hægt að finna ódýra farmiða og sérstaklega fyrir þá sem fljúga út á sunnudegi og heima á fimmtudegi.

Frá Rómarborg. Mynd: Christopher Czermak

Þrátt fyrir aðdrátt­arafl Rómar þá hafa íslensk flug­félög sýnt borg­inni lítinn áhuga og Icelandair hefur til að mynda aldrei flogið þangað. WOW spreytti sig á áætl­un­ar­ferðum þangað tvö sumur en ekki var fram­hald á. Í vetur hefur hins vegar norska flug­fé­lagið Norwegian boðið upp á tvær ferðir í viku til Rómar en þessi flug­leið lenti því miður undir niður­skurð­ar­hnífnum þegar félagið kynnti uppfærða sumaráætlun.

Þar með leggjast þessar samgöngur á milli Reykja­víkur og Rómar af nú í lok mars en þangað til er hægt að finna farmiða, báðar leiðir, á 40 til 60 þúsund krónur. Jafnvel ódýrara eins og sjá má á þegar bókun­arvél Norwegian er flett.

Í Róm má svo finna gist­ingu á sérkjörum þessa dagana. Þriðja nóttin er frí á fína íbúða­hót­elinu Casacau og 15 prósent afsláttur er í boði á Pepoli9.

Svo má nota þessa leit­arvél hér til að finna góð tilboð á gist­ingu: