Skrifa undir kaupsamning á Grænhöfðaeyjum

Samþykki fékkst fyrir kaupum dótturfélags Loftleiða Icelandic í meirihluta í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja.

Frá Grænhöfðaeyjum. Mynd: Vita

Tilboði dótturfélags Loftleiða Icelandic í 51 prósent hluta í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum var samþykkt. Undirskrift kaupsamnings er áætluð á morgun föstudag. Í tilkynningu frá Icelandair Group, móðurfélagi Loftleiða, segir að miklir möguleikar séu fyrir hendi til að byggja Cabo Verde Airlines upp sem öflugt tengiflugfélag með Grænhöfðaeyjar sem tengimiðstöð á milli heimsálfa. „Mun sú reynsla og þekking sem orðið hefur til í sams konar rekstri Icelandair þar með nýtast Cabo Verde Airlines,“ segir jafnframt í tilkynningu.

Loftleiðir Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair Group, er eigandi að 70% hlut í Loftleiðum Cabo Verde en aðrir hluthafar eiga 30%. Kaupin hafa óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group.